Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar 18. nóvember 2024 19:15 Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hóf nám í Fósturskóla Íslands, árið 1983, 22 ára, tveggja barna móðir, eldra barnið, þriggja ára, fékk pláss í leikskóla, yngra barnið, rúmlega þriggja mánaða, var hjá dagmömmu (á þeim tíma var verið að lengja fæðingarorlofið í fjóra mánuði). Við leigðum. Námið í Fósturskólanum (leikskólakennaranám) var yfirleitt skipulagt frá 8- 4 alla daga ofan á það kom svo mikil verkefnavinna. Það var því mikið á sig lagt til að fá eitt verst borgaða starf fyrir menntað fólk sem hægt var. Ég fékk alveg að heyra að ég væri að fórna stúdentsprófinu mínu, en á þeim tíma voru örfáir stúdentar við nám í skólanum, ég hefði getað valið mér miklu betri menntun, sem gæfi ekki bara betri laun heldur líka meiri virðingu í samfélaginu. Mér var alveg sama, ég var búin að ákveða mig, ég var reyndar að íhuga á þessum tíma að sækja um listnám en sem ábyrg ung móðir taldi ég að tekjumöguleikar á þeim vettvangi væru nú enn minni en í leikskólanum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp, jú vegna þess að á þeim tíma sem ég var í námi, hvort sem það var Fósturskóli eða eitthvað annað átti ég raunverulegt val - vegna námslánakerfisins. Ég var á lánum allan tímann sem ég var í Fósturskólanum og safnaði háum námslánaskuldum. Vissulega oft erfitt að láta enda ná saman en þetta gekk samt einhvern veginn upp. Fljótlega eftir útskrift varð ég leikskólastjóri og var því á aðeins betri launum en sem óbreyttur leikskólakennari, en afborgun á námslánum var oft erfið ungu lágtekjufólki. Hins vegar vissi ég líka að ég hefði aldrei getað menntað mig hefði ég þurft að vinna fulla vinnu með námi. Það var ódýr fjárfesting hjá ríkinu að lána okkur láglaunakonum framfærslulán og já ég greiddi mín námslán að fullu. Það var góður dagur þegar síðasta greiðsla var innt af hendi. Sem kennari, kennaranema, veit ég að fæst þeirra eru á námslánum, þau eru allmörg í nærri fullri vinnu með námi, þau eru eins og ég á sínum tíma mörg hver fjölskyldufólk með börn á framfæri, sem oft seinkar þeim í námi. Fyrir þetta unga fólk er það fjárfesting til framtíðar að sækja sér menntun. Það leggur mikið á sig og fæst treysta sér til að leggja framtíðarhag fjölskyldna sinna undir með því að taka námslán. Þegar ég var ung aðhylltist ég hugmyndina um borgaralaun, sem við unga fólkið á þeim tíma vörðum miklum tíma í að ræða. Hugmyndin um að hverri manneskju væri tryggð grunnframfærsla og með því væri að mestu hægt að leggja af framfærslulána/tryggingarkerfi. Það er nefnilega líka dýrt að skipuleggja kerfi út frá þeim fáu sem kannski misnota það. Það hefur margt breyst og áunnist, eitt er að laun leikskólakennara hafa sannarlega hækkað gríðarlega miðað við verðlagsþróun frá því ég fékk mína fyrstu útborgun. En ef raunverulegur vilji er til að efla leikskólakerfið, þarf að gera betur. Það þarf að vera góður kostur að fara í kennaranám, að fólk sem þangað sækir viti að þau munu uppskera eins og til er sáð. Það þarf bæði námslánakerfi sem geri þeim kleift að mennta sig og að uppskeran, launin, séu sambærileg við aðra sérfræðinga á vinnumarkaði. Það skiptir máli að geta menntað sig án afkomuótta. Áfram kennarar Höfundur er leik- og háskólakennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun