Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:17 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur mikilvægt hlutverk; að sinna eftirliti þingsins í stærri málum, s.s. embættisbrotum ráðherra. Þetta skiptir máli og sú hefð er t.a.m. til staðar, sem undirstrikar eðli eftirlitshlutverksins í stjórnskipan þingsins, að stjórnarandstaðan fari með formennsku í nefndinni. Þess vegna er grátlegt að sumum finnist sjálfsagt að nefndin sé notuð sem leiksvið í pólitískum skrípaleik. Nýjasta dæmið, tveimur vikum fyrir kosningar, er krafa meirihluta nefndarinnar, sem samanstóð af Pírötum, Viðreisn, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Samfylkingu, um svokallaða frumkvæðisathugun á ráðningu Jóns Gunnarssonar sem aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra. Felst athugunin í því að nefndin hefur óskað eftir gögnum um ráðningu Jóns, erindisbréfi hans og gögn er varða aðkomu hans að verkefnum í ráðuneytinu. Erfitt er að ímynda sér tilgangsminni athugun í ljósi þess að lögum samkvæmt eru aðstoðarmenn ráðherra pólitískir starfsmenn sem ráðnir eru eftir hentisemi hvers ráðherra fyrir sig og gilda til að mynda hvorki stjórnsýslulög né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar um slíkar ráðningar. Þá er rétt að hafa í huga að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir eingöngu jafn lengi og ráðherrann sjálfur. Þá hafa aðstoðarmenn lögum samkvæmt ekkert boðvald yfir starfsmönnum ráðuneyta og er með öllu óheimilt að rita undir stjórnvaldserindi fyrir hönd ráðherra. Í raun er eingöngu um pólitíska stöðu án allra valdheimilda að ræða. Það kom því verulega á óvart að fulltrúar Viðreisnar, VG og Samfylkingar skyldu setja nafn sitt með Pírötum við svo ómerkilega athugun - í báðum merkingum þess orðs - þar sem fullyrða má að þau vita öll mætavel að ekkert athugavert sé við að aðstoðarmenn ráðherra hafi reynslu, þekkingu og skoðanir - og jafnvel miklar skoðanir - á því sem viðkomandi ráðuneyti er að sýsla við. Til að hlífa aðstoðarmönnum fyrri ára við að vera dregnir inn í þessa umræðu er eflaust skýrasta dæmið í þessa veru að VG fannst t.a.m. ekkert athugavert við að fá Guðmund Inga Guðbrandsson lóðbeint úr hagsmunagæslu og framkvæmdastjórastól Landverndar í stól umhverfisráðherra. Leiða má af því líkum að það hefði að sjálfsögðu þá ekki þótt neitt athugavert við ef framkvæmdastjóri Landverndar hefði verið ráðinn aðstoðarmaður ráðherra sem hefur engin völd á við ráðherra. „Mögulegt“ brot á siðareglum? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ákvað svo að krydda þennan leikþátt með staðlausum stöfum um að „auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum“ og að hennar mati ætti lögreglan að taka þetta til rannsóknar þar sem grunur væri um „misnotkun á valdi eða jafnvel möguleg mútubrot“. Hvort þingmaðurinn átti sig á að lögregla rannsakar ekki mál nema að fyrir liggi vitneskja eða grunur um refsiverða háttsemi getur undirrituð ekki sagt til um. En hins vegar ætti Þórhildi að vera ljóst að ómaklegar ásakanir gagnvart öðrum þingmönnum getur varðað við siðareglur alþingismanna hafandi áður gerst brotleg við siðareglurnar að mati siðanefndar Alþingis í kjölfar sambærilegra ummæla um annan þingmann Sjálfstæðisflokksins. Aðalatriðið er að pólitískur aðstoðarmaður ráðherra hefur enga aðkomu að stjórnvaldsákvörðun ráðherra, t.a.m. um veitingu leyfa. Stjórnvaldsákvörðun verður að byggja á lögum og skiptir þá engu máli hvaða pólitíska skoðun ráðherra eða aðstoðarmenn hans hafa á málinu. Þetta er grundvallaratriði sem ráðherrar VG í matvælaráðuneytinu hafa illa virt en ætti að vera öllum nefndarmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ljóst. Ástæðan fyrir því að sumir þingmenn freistast til að misnota heimildir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er augljós; til að koma höggi á andstæðinginn. Og freistingin er aldrei meiri en þegar stutt er í kosningar. Sérstaklega fyrir þingmenn þeirra flokka sem róa nú lífróður. Eftir situr að þetta gerir lítið úr mikilvægu eftirlitshlutverki nefndarinnar og rýrir trúverðugleika hennar. Þetta er ekki fyrsta dæmið um slíka misnotkun á hlutverki nefndarinnar en sennilega eitt það augljósasta. Höfundur situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og er í 2. sæti á lista í Reykjavík suður
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun