Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 11:05 Frá borunum Veitna eftir heitu vatni á Geldingarnesi í nóvember 2024. Veitur Tvö ný lághitasvæði hafa fundist við leit Veitna á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Kjalarnesi og annað á Geldingarnesi. Fundinum er lýst sem tímamótum þar sem eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar og atvinnustarfsemi fer vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. Heitt vatn fannst á Brimsnesi á Kjalarnesi nú í nóvember og er allt sagt benda til þess að þar hafi fundist nýtt jarðhitakerfi sem hægt sé að nýta fyrir höfuðborgarsvæðið í tilkynningu frá Veitum. Það væri þá fimmta lághitasvæðið sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni. Fjörutíu lítrar á sekúndu af hundrað gráðu heitu vatni fundust á Kjalarnesi. Enn á eftir að staðfesta hver vinnslugeta svæðisins gæti orðið. Hún hefur verið metin allt að tvö hundruð lítrar á sekúndu af heitu vatni til bráðabirgða. Það er sagt samsvara hámarksþörf um tíu þúsund manna hverfis. Frekari rannsóknir og boranir eru fyrirhugaðar á Brimsnesi á næstu mánuðum og árum. Gangi allt að óskum gæti vatn frá Brimsnesi komið inn á hitaveitukerfið innan þriggja til fimm ára. Veitur eru varfærnari um möguleikana á Geldingarnesi þar sem erfitt hefur reynst að finna heitt vatn. Þar hafa fundist um tuttugu lítrar á sekúndu af níutíu gráðu heitu vatni. Langtímavinnslupróf á borholu á að hefjast þegar búið verður að bora hana niður á fullt dýpi. Kanna þurfi hvernig hún bregðist við því að heitu vatni sé dælt upp og hvort kalt vatn komi þá inn í kerfið. Á næstu árum stendur svo til að bora fleiri holur þar og feista þess að finna lekar spurgunr víða og helst á meira dýpi. Niðurstöður þeirra borana eiga að leiða í ljós undir hversu mikilli vinnslu Geldingarnes stendur undir til framtíðar. Reykjavík Jarðhiti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heitt vatn fannst á Brimsnesi á Kjalarnesi nú í nóvember og er allt sagt benda til þess að þar hafi fundist nýtt jarðhitakerfi sem hægt sé að nýta fyrir höfuðborgarsvæðið í tilkynningu frá Veitum. Það væri þá fimmta lághitasvæðið sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir heitu vatni. Fjörutíu lítrar á sekúndu af hundrað gráðu heitu vatni fundust á Kjalarnesi. Enn á eftir að staðfesta hver vinnslugeta svæðisins gæti orðið. Hún hefur verið metin allt að tvö hundruð lítrar á sekúndu af heitu vatni til bráðabirgða. Það er sagt samsvara hámarksþörf um tíu þúsund manna hverfis. Frekari rannsóknir og boranir eru fyrirhugaðar á Brimsnesi á næstu mánuðum og árum. Gangi allt að óskum gæti vatn frá Brimsnesi komið inn á hitaveitukerfið innan þriggja til fimm ára. Veitur eru varfærnari um möguleikana á Geldingarnesi þar sem erfitt hefur reynst að finna heitt vatn. Þar hafa fundist um tuttugu lítrar á sekúndu af níutíu gráðu heitu vatni. Langtímavinnslupróf á borholu á að hefjast þegar búið verður að bora hana niður á fullt dýpi. Kanna þurfi hvernig hún bregðist við því að heitu vatni sé dælt upp og hvort kalt vatn komi þá inn í kerfið. Á næstu árum stendur svo til að bora fleiri holur þar og feista þess að finna lekar spurgunr víða og helst á meira dýpi. Niðurstöður þeirra borana eiga að leiða í ljós undir hversu mikilli vinnslu Geldingarnes stendur undir til framtíðar.
Reykjavík Jarðhiti Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira