Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2024 17:32 Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun