Vilja þvinga Google til að selja Chrome Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 14:37 Chrome er stór hluti af rekstri Google. Getty/Avishek Das Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess. Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti. Bandaríkin Google Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira
Ný krafa ráðuneytisins markar að líkindum áframhaldandi lagabaráttu en lögmenn ráðuneytisins segja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, nauðsynlegt að aðskilja leitarvél Google frá öðrum hlutum fyrirtækisins, eins og rekstri Crome og rekstri Android stýrikerfisins. Þegar kemur að markaði netvafra er áætlað að markaðshlutdeild Chrome sé um tveir þriðju. Allar leitir í þeim vafra fara gegnum leitarvél Google, nema notendur breyti því sérstaklega. Sjá einnig: Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Lögmenn ráðuneytisins hafa einnig krafist þess að Google verði meinað að setja eigin leitarvél ofar öðrum innan Android-stýrikerfisins sem hannað er fyrir snjalltæki eins og síma og spjaldtölvur. Þá vilja þeir einnig að Google verði bannað að greiða öðrum fyrirtækjum fyrir að vera helsta leitarvél innan annarra stýrikerfa og vafra. Google borgar Apple til að mynda umfangsmiklar upphæðir á hverju ári fyrir það að vera leitarvél Safari-vafra Apple. WSJ segir að um helmingur allra leita á netinu í Bandaríkjunum fari gegnum vörur þar sem Google hefur borgað fyrir að vera í fyrsta sæti. Óljóst hvað Trump gerir Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt mikið púður í að reyna að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna. Með því markmiði hefur dómsmálaráðuneytið höfðað mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, Apple og Amazon. Google-málið var það fyrsta sem rataði í dómsal. Sjá einnig: Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Nýr dómsmálaráðherra mun væntanlega taka við störfum í Bandaríkjunum á næsta ári. Óljóst er hvort það muni hafa mikil áhrif á málaferlin gegn Google, þar sem Repúblikanar hafi heilt yfir stutt aðgerðir gegn Google, enda hófust þær árið 2020, þegar Trump var enn forseti.
Bandaríkin Google Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Sjá meira