Núna eru sumar búðir með útsölu sem kallast:
Svartir föstudagar.
Þar getur þú sparað pening.
Núna vilja íslensk stjórnvöld
loka réttinda-gæslu fatlaðs fólks.
Þá spara stjórnvöld pening.
Þess vegna segir sumt fólk
að stjórnvöld bjóði upp á
Svarta föstudaga.
Hér er texti á auðlesnu máli
um það sem stjórnvöld eru að gera:
Hvað er að gerast?
Á Íslandi er margt fólk
sem vinnur fyrir fatlað fólk.
Til dæmis er skrifstofa
sem passar upp á öryggi
og réttindi fatlaðs fólks.
Þessi skrifstofa er mikilvæg
fyrir Ísland.
Þessi skrifstofa kallast:
Réttinda-gæsla fatlaðs fólks.
Nú vilja stjórnvöld á Íslandi
loka réttinda-gæslunni.
Stjórnvöld á Íslandi
eru ekki búin að láta fatlað fólk vita
hvað mun gerast
þegar réttinda-gæslan lokar.
Þetta er hræðilegt
fyrir Ísland.
Margt fólk mótmælir þessu,
bæði fatlað fólk og ófatlað fólk.
Einn hópur fatlaðs fólks segir:
Þetta er mjög alvarlegt mál.
Þessi hópur er félag
með fötluðu fólki
sem er með þroskahömlun
og skyldar fatlanir.
Þetta félag heitir Átak.
Átak berst fyrir því
að fatlað fólk eigi gott líf.
Án réttinda-gæslu er það erfiðara.
Hvað þarf að gera?
Átak krefst þess að:
● Stjórnvöld leysi málið STRAX.
● Stjórnvöld láti fatlað fólk vita STRAX
hvernig þau ætla að leysa málið.
Stjórnvöld mega ekki taka ákvarðanir
um öryggi og réttindi
fatlaðs fólks
sem gera líf fatlaðs fólks
flóknara og erfiðara
en það er í dag.
Það brýtur samning Sameinuðu þjóðanna.
Skilaboð frá Átaki:
Mannréttindi fatlaðs fólks skipta máli.
EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR!
Höfundur er formaður Átaks