Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:59 Stöðug virkni er í gosinu og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu en angar úr því stefna til norðurs. vísir/Vilhelm Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. „Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
„Njarðvíkuræðin hefur haldið og fergjun á lögninni hefur greinilega haldið en auðvitað hefur fólk samt áhyggjur af öllum hitanum sem liggur yfir henni. Það er hiti og rafmagn sem við erum helst að horfa á og þess vegna erum við í góðu sambandi og samráði við orkufyrirtækin,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hraun rann í gærmorgun yfir lögnina sem var sérstaklega varin eftir síðasta gos en þá brast hún með tilfallandi heitavatnsleysi á Suðurnesjum. Hjördís bendir íbúum á svæðinu á leiðbeiningar frá orkufyrirtækjum. Gott sé að vera við öllu búin. Ómögulegt sé að segja hvað lögnin þoli. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Vilhelm „Þröskuldurinn er kannski eitthvað sem enginn veit. Ég efast um að þetta hafi gerst einhvers staðar í heiminum, eða að minnsta kosti ekki á Íslandi. Það er óhætt að segja að það sé áhyggjuefni að það sé svona mikill hiti yfir lögninni og enginn getur vitað nákvæmlega hversu lengi hún heldur en eins og staðan er núna heldur hún. Og við vonumst til að það sé framtíðin, að við getum gert þetta svona.“ Þó nokkrum fjölda var vísað frá gossvæðinu í nótt og björgunarsveitir voru kallaðar til vegna þess. Hjördís bendir á gasmengun sé á svæðinu auk þess sem þar er ískalt og gönguleiðir ekki til staðar. Hægt sé að finna sér stað til að sjá gosið úr meiri fjarlægð. Björgunarsveitir voru kallaðar til vegna ferðamanna sem voru í hrauninu nærri gosinu í nótt.vísir/vilhelm Hvar var fólkið sem björgunarsveitir voru að hafa afskipti af? „Það var bara þarna í hrauninu og að reyna finna sér leið nálægt eldgosinu. Þetta er auðvitað ekki eins og tónleikahöll þar sem hægt er að loka inngöngum. Við erum að fara um náttúruna og þetta er opið svæði þannig fólk finnur sér sínar leiðir. Svo var náttúrulega þarna ein rúta sem mætti með ferðamenn en það eru tilmæli um að vera ekki á staðnum og það er ástæða fyrir því.“ Lokað er fyrir almennt aðgengi að Grindavík en lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði í gær íbúum að heim og fyrirtækjum að starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, var gist í um tuttugu húsum í nótt. Hjördís segir fólk á eigin ábyrgð líkt og ítrekað hafi komið fram í leiðbeiningum lögreglustjórans. „Hann er með ýmis tilmæli sem maður hvetur fólk til að kynna sér. En eins og við vitum öll eru Grindvíkingar orðnir ýmsu vanir og þekkja orðið aðstæður,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira