Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 22. nóvember 2024 13:45 Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun