Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:01 Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Vindmyllurnar sjálfar rísa á árunum 2026 og 2027 og verða fyrstu vindmyllur gangsettar síðla sumars 2026. Þá er áætlað að hefja stækkun Sigölduvirkjunar næsta vor en henni á að vera lokið haustið 2028. Gangi allt að óskum verður Hvammsvirkjun gangsett undir lok árs 2029. Við hjá Landsvirkjun hittum íbúa Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps á tveimur fundum nú í vikunni til að fara yfir næstu skref og við hverju megi búast á svæðinu. Fundirnir voru vel sóttir, við fengum tækifæri til að varpa ljósi á framkvæmdirnar og íbúarnir að leita frekari upplýsinga og skýringa. Við ætlum okkur að veita ítarlegar upplýsingar jafn óðum, eftir því sem framkvæmdum vindur fram. Allar nýjustu fréttir af gangi mála verða raktar á vefsíðunum hvammsvirkjun.is og burfellslundur.is. Nýir vegir og brýr Af framkvæmdum má fyrst nefna vega- og brúargerð Vegagerðarinnar sem samfélagið hefur lengi beðið eftir. Nýr 8 km langur Búðafossvegur verður lagður frá Landvegi að Þjórsárdalsvegi með rúmlega 200 metra langri brú yfir Þjórsá. Efni úr væntanlegum frárennslisskurði Hvammsvirkjunar verður nýtt til vegagerðarinnar. Þessi nýja leið gagnast okkur vel við framkvæmdir en mun einnig nýtast heimafólki um ókomin ár, enda styttir hún vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vestanverðu og Rangárþings ytra að austanverðu. Á næsta ári áformum við hjá Landsvirkjun að leggja 3 km aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar. Þá mun Vegagerðin einnig sjá um að færa og styrkja Þjórsárdalsveg og Gnúpverjaveg meðfram fyrirhuguðu Hagalóni og gera nýja brú yfir Þverá. Búrfellslundur kallar einnig á töluverðar vegaframkvæmdir. Við þurfum að leggja um 22 km af vegslóðum innan framkvæmdasvæðisins til að tryggja aðkomu að sérhverri vindmyllu. Þá eru hafnar viðræður við Vegagerðina um þörf á styrkingu vega vegna flutninga á tækjabúnaði fyrir vindmyllurnar. Um 250 ferðir með vindmyllur Flutningar um þjóðvegi í tengslum við framkvæmdirnar verða gríðarmiklir. Ef aðeins er litið til Búrfellslundar má geta þess að vindmyllurnar verða 28 talsins og 150 metrar að hæð þegar spaðar eru í hæstu stöðu. Hlutir í hverja vindmyllu verða fluttir með allt að tíu flutningabílum, á sérútbúnum vögnum sem verða fluttir til landsins. Lengsti farmurinn verður 70 metra spaðar og fara þarf 84 ferðir með þá. Í heildina þarf yfir 250 ferðir til þess eins að koma vindmyllum inn á svæðið. Þessir flutningar hefjast vorið 2026. 650 manns á verkstað Töluverðar jarðvegsframkvæmdir og mannvirkjagerð fylgja þessum virkjunum. Við munum reisa steypustöðvar á svæðinu til að koma í veg fyrir steypuflutninga um þjóðvegi.Við hvetjum verktaka til að nálgast framkvæmdir með lágmörkun kolefnisspors í huga og tökum mið af því við val á verktökum. Framkvæmdir af þessum toga kalla á fjölda starfsfólks. Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir við vindorkuverið nái hámarki 2026 og að þá verði allt að 150 manns á verkstað. Framkvæmdir við Hvammsvirkjun verða enn umfangsmeiri. Á jörð okkar, Hvammi 3, verða reistar nýjar vinnubúðir og við reiknum með að þar verði 400 manns þegar flest verður árið 2027. Framkvæmdir við stækkun Sigöldu hefjast á næsta ári. Þær ná hámarki á árinu 2026 og gerum við ráð fyrir að þá verði um 100 manns á verkstað og hafi aðstöðu í vinnubúðum þar. Við ætlum að vanda okkur Við hjá Landsvirkjun höfum unnið lengi að undirbúningi þessara stórframkvæmda á Þjórsársvæðinu. Íbúar munu verða varir við þessar framkvæmdir á næstu árum, hvort sem það er vegna flutninga um þjóðvegi með aðföng ýmiss konar, vélar og tæki, eða ferðalög starfsfólks til og frá vinnu. Við kappkostum, nú sem fyrr, að leysa þetta verkefni af hendi á faglegan og ábyrgan hátt, með sem allra minnstu raski fyrir íbúa og umhverfi. Við ætlum að vanda okkur við hvert skref verklegra framkvæmda sem fram undan er, en ekki síður við að upplýsa íbúa sveitarfélaganna, og alla eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar, um framvindu mála. Höfundur er framkvæmdastjóri Framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun