Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 14:02 Haukar bíð þess að vita hvort þeir verði ekki örugglega með í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember en dregið verður á miðvikudaginn. vísir/Anton „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira