Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:02 Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar