Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er nýtt stjórnmálaafl hér á landi, utan hefðbundinna vinstri-hægri kvarða. Áhersla flokksins á að auka skilvirkni og gæði í skólakerfinu, heilbrigðismálum, öldrunarmálum og umhverfismálum myndi vanalega flokkast sem vinstri stefnumál, meðan áhersla á sjálfræði Íslands og einkaframtak myndi flokkast hægra megin. Góðar hugmyndir geta komið úr öllum áttum. Þess vegna segjum við flokkinn vilja nota raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun til að bæta líf landsmanna og afkomu fyrirtækja, öllum til hagsbóta. Þess vegna vill Lýðræðisflokkurinn efla vísindalega hugsun og skynsemi hér á landi. Dæmi um það gæti verið að nú eru vísindamenn að mæla með því að minnka kolefnislosun hér á landi til þess að breyta hafstraumum langt suður í hafi. Að mínu mati er losun Íslendinga það lítil að hún mælist ekki á heimsvísu, þannig að við getum aldrei haft áhrif á loftslagsmál sama hvað við gerum hér. Hins vegar erum við með eldfjöll og hraungos sem losa margskonar gastegundir út í andrúmsloftið, og eru mörg önnur lönd í sömu sporum hvað það varðar. En samfélagið okkar mengar mjög lítið, ekki vegna þess að við Íslendingar erum svo umhverfisvænir, heldur af því við erum mjög fámenn þjóð í stóru landi. Eins og úthverfi í stórborg erlendis. Ég bjó einu sinni við Connecticut Avenue í Washington DC, en einhver snillingur hafði þá lagt saman að við þessa götu búi jafn margir og á okkar fagra landi til samans. Við ættum því að vera hógvær og ekki ofmeta mikilvægi okkar í heiminum. Ríkidæmi landsins okkar stafar ekki að af vinnusemi okkar eða snilligáfu, heldur af því að alþjóðasamfélagið, sérlega hinn vestræni heimur, ákvað eftir síðustu heimsstyrjöld að „hafa okkur með“. Það var ekki gert af góðmennsku eða vorkunn við þjóð sem þarf að búa við hörð umhverfis- og veðurskilyrði. Ronald Reagan, fyrrverandi forseti BNA, sagði að Ísland sé ósökkvandi flugmóðurskip (unsinkable aircraft carrrier). Þótt við höfum þau forréttindi að fá að vera með í klúbbi hinna stóru, ættum við að muna að við skiptum í raun afar litlu máli í gangi heimsmála. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að spila sig stóra með því að taka beinan þátt í stríðsrekstri erlendis. Lýðræðisflokkurinn vill loka á þessa þátttöku, en í staðinn efla samskipti við öll lönd, sér í lagi þau sem hafa sýnt okkur velvilja og þolinmæði. Að sama skapi ættum við að reyna að hjálpa „eins og við getum“, t.d. með aðstoð til flóttafólks. Allt ætti þetta þó að vera innan ramma þess sem við getum gert fjárhagslega án þess að varanlega skemma samfélagið okkar og menningu. Þannig er málum háttað hjá flestum löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum ekki að steypa okkur í skuldir vegna krafna annarra landa eða ESB. Það erum við sem munum borga brúsann að lokum og því leggur x-L áherslu á hallalaus fjárlög, í áætlun og í framkvæmd, þ.e. hallalausa afkomu ríkissjóðs. Takist það, má lækka skatta á almenning og fyrirtæki sem er eitt enn undirstöðuatriði í stefnuskrá flokksins. Hvert heimili í landinu veit en ríkistjórn verður að læra: Gerum það sem við höfum efni á á hverjum tíma. Kjósum skynsemi og hófsemi. Kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun