Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 20:03 Verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði vísar því algjörlega á bug að jólasveinninn í Hellisgerði hafi verið drukkinn um helgina. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. „Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna. Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
„Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna.
Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira