Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar 25. nóvember 2024 11:04 Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Vindorka Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun