Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar 25. nóvember 2024 12:33 Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. Við upphaf minnar starfsævi þrýsti fagfélag okkar heimilislækna á að hver íbúi ætti sinn heimilislækni. Við, læknar á Egilsstöðum þá, töldum óraunhæft að bjóða slíkt fyrirkomulag og það hefur aldrei verið tekið upp á Austurlandi, fremur en á mörgum öðrum landsvæðum.Í könnunum er gjarnan spurt hverra úrbóta sé þörf í heilsugæslunni og meðal svarmöguleika er oftast „að fá fastan heimilislækni“, sem mörg velja. Ósk um heimilislækni er því oft eignuð almennum borgurum, sem er rétt á sinn hátt, en líka mögulega afleiðing þess hvernig og hvers er spurt og hvers ekki. Með föstum heimilislækni fæst öryggi og traust, sem við viljum auðvitað öll hafa í samskiptum okkar við heilbrigðiskerfið. Ég tel raunhæfara að skapa þær aðstæður sem leiða af sér öryggi og traust með því að hver eigi sér tengilið í þverfaglegu teymi á sinni heilsugæslustöð. Hvar kreppir skóinn raunverulega? Mönnunarvandi er helsta áskorun í heilbrigðisþjónustu og alþjóðleg samkeppni ríkir um fagmenntað fólk. Æ meiri áhersla er á teymishugsun og teymisvinnu í menntun og þjálfun heilbrigðisstétta, að vinna þvert á stéttir og að sinna erindum á hæfandi þjónustustigi, en hvorki of né van, enda er það hvoru tveggja varasamt. Virkjun á einmitt þessu, langt umfram það sem áður þekktist, var mikilvægur hluti viðbragðs okkar og velgengni í Covid-19 faraldrinum. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga þarf alltaf að taka tillit til þessa skorts á fagfólki við útfærslu heilbrigðisþjónustu. Þau fjölbreyttu erindi sem heilsugæslan fær á sitt borð kalla á að þar starfi fagfólk með fjölbreytta þekkingu. Mikið vantar á að heilsugæslan hafi alla þá hlekki í sinni þjónustukeðju sem þörf er fyrir. Þar er brýnt úr að bæta og auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, þá kalla þarfir samtímans á að í framlínu heilsugæslunnar starfi líka sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, fíkniráðgjafar, klínískir lyfjafræðingar og næringarfræðingar svo nokkuð sé nefnt. Vel menntað fagfólk vinnur í krafti styrkleika sinna, þekkir sín takmörk og leitar þá eða vísar til samstarfsfólks eða út fyrir stofnunina eftir því sem við á.Í þágu þjónustu er brýnt að fjölga fagstéttum í heilsugæslunni frekar en að einblína á örfár stéttir. Fyrir hverja og hvað er þessi hugmynd? Fagfélag okkar heimilislækna (FÍH) vinnur að því að koma tilteknum verkefnum s.s. ákveðnum vottorðaskrifum af læknum heilsugæslunnar, annars vegar með því að einfalda og draga úr þörf á vottorðum og hins vegar með því að fá aðrar fagstéttir til að sinna vottorðagerð. Þessi viðleitni FÍH er í takt við það megin markmið þverfaglegs samstarfs, að sinna erindum á viðeigandi þjónustustigi, með öryggi sjúklings, ánægju starfsfólks og hag samfélags í huga. Föstu heimilislæknakerfi gæti mögulega fylgt það að veita lítt heftan aðgang að því fagfólki í heilsugæslunni sem hefur lengsta menntun að baki starfsleyfi sínu og að þekking lækna yrði ekki bara nýtt þar sem hennar er þörf og annað fagfólk getur ekki leyst. Það er tæpast í takt við framangreint markmið þverfaglegs samstarfs og stuðlar vart að sjálfbærni og er kannski bara sóun – eða hvað? Þau sem kalla eftir þessu kerfi telja það þjóna hag sjúklinga, en samkvæmt minni reynslu er það óþörf forræðishyggja, enda ræður fólk vel við að bíða þess læknis sem það vill hitta, vegna erinda sem ekki eru bráð. Læknar, eins og aðrir þjónar skora mishátt á vinsældalista fólks, trúlega bæði með réttu og röngu þar sem faglegur styrkur okkar er eðlilega og sem betur fer á mismunandi sviðum starfsins. Að lokum þetta Sú tíð er liðin að heilbrigðisþjónusta sé hið sama og læknisþjónusta, enda til orðinn fjöldi annarra heilbrigðisfagstétta, hver með sitt þekkingarsvið. Áratugum saman hefur verið litið svo á að heilsuhugtakið innihaldi þrjár sjúkdómsmiðaðar víddir; líkamlega, andlega og félagslega. Ný sýn á hugtakið, svokölluð Jákvæð Heilsa (Positive Health) hefur sömu þrjár víddir en byggir þær á virkni og horfir auk þess mjög til þáttanna þátttöku, lífsgæða og tilgangs í tilvist fólks. Í ljósi þessara skilgreininga sýnist það ansi sérstakt að 60% allra samskipta sjúklinga í heilsugæslunni eru við lækna, 28% við hjúkrunarfræðinga, tæp 3% við sálfræðinga og samskipti við félagsráðgjafa einungis 0,7%. Þegar horft er á þessa tölfræði út frá fyrrnefndum skilgreiningum er eðlilegt að spyrja hvort ekki þurfi, með þarfir fólks og samfélags í huga, að endurskoða skipulag, verkaskiptingu og aðgengi að faglegri þekkingu í heilsugæslunni – eða hvað? Að skikka fólk til að skrá sig á heimilislækni finnst mér vera andstætt teymishugsun og -vinnu, ólíklegt til að stuðla að góðum starfsanda og vinna gegn góðri nýtingu á starfskröftum og færni lækna og annars fagfólks. Miðað við mönnunarstöðu lækna í dag og hvers vænta má í fyrirsjáanlegri framtíð hvað hana varðar, þá mun þetta kerfi líklega mismuna íbúunum. Sumir ná að skrá sig hjá reyndum og staðföstum lækni en aðrir ekki og verða stöðugt að sætta sig við minna reynda lækna m.a. úr hópi námslækna og afleysingalækna. Leiða má að því líkur að þetta síðastnefnda verði ekki síst hlutskipti ýmissa jaðarhópa. Hugmyndina um fastan heimilislækni tel ég óraunhæfa draumsýn og ekki til þess fallna að þjóna hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags. Fremur en að leggja aðal áherslu á það að öll fái sinn heimilislækni þá ætti að mínu mati út frá þörfum einstaklinga, fjölskyldna og samfélags að færa þá áherslu á að auka fjölbreytileika faglegrar þekkingar í framlínu heilsugæslunnar. Aukið beint aðgengi að fagfólki eins og t.d. sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum tel ég líklegt til að auðvelda og auka áherslur á forvarnir og snemmtæka íhlutun og um leið smám saman draga úr þörf á meðferðarmiðaðri nálgun sem og annars og þriðja stigs þjónustu (sem væri í anda heilsugæslu). Framangreindar áherslur líkt og annað í þessari grein byggir reynslu minni af starfi í heilsugæslu í dreifbýli í nær fjóra áratugi, en ég hef enga reynslu af slíku í þéttbýlinu. Þarfir nútímans og næstu framtíðar kalla á breyttar áherslur og við mótun þeirra þarf aðkomu sem flestra, bæði fagfólks og annarra. Því skrifa ég þennan pistil og ber þrjá hatta við skrifin; faglegan, pólitískan og neytandahatt. Ég hvet sem flest til að blanda sér í umræðuna með einn eða fleiri ofangreinda hatta, eða hvert það annað höfuðfat sem hentar. Höfundur er heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga í HSA, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð og síðast en ekki síst líka eiginmaður, faðir, afi og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Pétur Heimisson Heilsugæsla Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. Við upphaf minnar starfsævi þrýsti fagfélag okkar heimilislækna á að hver íbúi ætti sinn heimilislækni. Við, læknar á Egilsstöðum þá, töldum óraunhæft að bjóða slíkt fyrirkomulag og það hefur aldrei verið tekið upp á Austurlandi, fremur en á mörgum öðrum landsvæðum.Í könnunum er gjarnan spurt hverra úrbóta sé þörf í heilsugæslunni og meðal svarmöguleika er oftast „að fá fastan heimilislækni“, sem mörg velja. Ósk um heimilislækni er því oft eignuð almennum borgurum, sem er rétt á sinn hátt, en líka mögulega afleiðing þess hvernig og hvers er spurt og hvers ekki. Með föstum heimilislækni fæst öryggi og traust, sem við viljum auðvitað öll hafa í samskiptum okkar við heilbrigðiskerfið. Ég tel raunhæfara að skapa þær aðstæður sem leiða af sér öryggi og traust með því að hver eigi sér tengilið í þverfaglegu teymi á sinni heilsugæslustöð. Hvar kreppir skóinn raunverulega? Mönnunarvandi er helsta áskorun í heilbrigðisþjónustu og alþjóðleg samkeppni ríkir um fagmenntað fólk. Æ meiri áhersla er á teymishugsun og teymisvinnu í menntun og þjálfun heilbrigðisstétta, að vinna þvert á stéttir og að sinna erindum á hæfandi þjónustustigi, en hvorki of né van, enda er það hvoru tveggja varasamt. Virkjun á einmitt þessu, langt umfram það sem áður þekktist, var mikilvægur hluti viðbragðs okkar og velgengni í Covid-19 faraldrinum. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga þarf alltaf að taka tillit til þessa skorts á fagfólki við útfærslu heilbrigðisþjónustu. Þau fjölbreyttu erindi sem heilsugæslan fær á sitt borð kalla á að þar starfi fagfólk með fjölbreytta þekkingu. Mikið vantar á að heilsugæslan hafi alla þá hlekki í sinni þjónustukeðju sem þörf er fyrir. Þar er brýnt úr að bæta og auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, þá kalla þarfir samtímans á að í framlínu heilsugæslunnar starfi líka sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, fíkniráðgjafar, klínískir lyfjafræðingar og næringarfræðingar svo nokkuð sé nefnt. Vel menntað fagfólk vinnur í krafti styrkleika sinna, þekkir sín takmörk og leitar þá eða vísar til samstarfsfólks eða út fyrir stofnunina eftir því sem við á.Í þágu þjónustu er brýnt að fjölga fagstéttum í heilsugæslunni frekar en að einblína á örfár stéttir. Fyrir hverja og hvað er þessi hugmynd? Fagfélag okkar heimilislækna (FÍH) vinnur að því að koma tilteknum verkefnum s.s. ákveðnum vottorðaskrifum af læknum heilsugæslunnar, annars vegar með því að einfalda og draga úr þörf á vottorðum og hins vegar með því að fá aðrar fagstéttir til að sinna vottorðagerð. Þessi viðleitni FÍH er í takt við það megin markmið þverfaglegs samstarfs, að sinna erindum á viðeigandi þjónustustigi, með öryggi sjúklings, ánægju starfsfólks og hag samfélags í huga. Föstu heimilislæknakerfi gæti mögulega fylgt það að veita lítt heftan aðgang að því fagfólki í heilsugæslunni sem hefur lengsta menntun að baki starfsleyfi sínu og að þekking lækna yrði ekki bara nýtt þar sem hennar er þörf og annað fagfólk getur ekki leyst. Það er tæpast í takt við framangreint markmið þverfaglegs samstarfs og stuðlar vart að sjálfbærni og er kannski bara sóun – eða hvað? Þau sem kalla eftir þessu kerfi telja það þjóna hag sjúklinga, en samkvæmt minni reynslu er það óþörf forræðishyggja, enda ræður fólk vel við að bíða þess læknis sem það vill hitta, vegna erinda sem ekki eru bráð. Læknar, eins og aðrir þjónar skora mishátt á vinsældalista fólks, trúlega bæði með réttu og röngu þar sem faglegur styrkur okkar er eðlilega og sem betur fer á mismunandi sviðum starfsins. Að lokum þetta Sú tíð er liðin að heilbrigðisþjónusta sé hið sama og læknisþjónusta, enda til orðinn fjöldi annarra heilbrigðisfagstétta, hver með sitt þekkingarsvið. Áratugum saman hefur verið litið svo á að heilsuhugtakið innihaldi þrjár sjúkdómsmiðaðar víddir; líkamlega, andlega og félagslega. Ný sýn á hugtakið, svokölluð Jákvæð Heilsa (Positive Health) hefur sömu þrjár víddir en byggir þær á virkni og horfir auk þess mjög til þáttanna þátttöku, lífsgæða og tilgangs í tilvist fólks. Í ljósi þessara skilgreininga sýnist það ansi sérstakt að 60% allra samskipta sjúklinga í heilsugæslunni eru við lækna, 28% við hjúkrunarfræðinga, tæp 3% við sálfræðinga og samskipti við félagsráðgjafa einungis 0,7%. Þegar horft er á þessa tölfræði út frá fyrrnefndum skilgreiningum er eðlilegt að spyrja hvort ekki þurfi, með þarfir fólks og samfélags í huga, að endurskoða skipulag, verkaskiptingu og aðgengi að faglegri þekkingu í heilsugæslunni – eða hvað? Að skikka fólk til að skrá sig á heimilislækni finnst mér vera andstætt teymishugsun og -vinnu, ólíklegt til að stuðla að góðum starfsanda og vinna gegn góðri nýtingu á starfskröftum og færni lækna og annars fagfólks. Miðað við mönnunarstöðu lækna í dag og hvers vænta má í fyrirsjáanlegri framtíð hvað hana varðar, þá mun þetta kerfi líklega mismuna íbúunum. Sumir ná að skrá sig hjá reyndum og staðföstum lækni en aðrir ekki og verða stöðugt að sætta sig við minna reynda lækna m.a. úr hópi námslækna og afleysingalækna. Leiða má að því líkur að þetta síðastnefnda verði ekki síst hlutskipti ýmissa jaðarhópa. Hugmyndina um fastan heimilislækni tel ég óraunhæfa draumsýn og ekki til þess fallna að þjóna hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags. Fremur en að leggja aðal áherslu á það að öll fái sinn heimilislækni þá ætti að mínu mati út frá þörfum einstaklinga, fjölskyldna og samfélags að færa þá áherslu á að auka fjölbreytileika faglegrar þekkingar í framlínu heilsugæslunnar. Aukið beint aðgengi að fagfólki eins og t.d. sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum tel ég líklegt til að auðvelda og auka áherslur á forvarnir og snemmtæka íhlutun og um leið smám saman draga úr þörf á meðferðarmiðaðri nálgun sem og annars og þriðja stigs þjónustu (sem væri í anda heilsugæslu). Framangreindar áherslur líkt og annað í þessari grein byggir reynslu minni af starfi í heilsugæslu í dreifbýli í nær fjóra áratugi, en ég hef enga reynslu af slíku í þéttbýlinu. Þarfir nútímans og næstu framtíðar kalla á breyttar áherslur og við mótun þeirra þarf aðkomu sem flestra, bæði fagfólks og annarra. Því skrifa ég þennan pistil og ber þrjá hatta við skrifin; faglegan, pólitískan og neytandahatt. Ég hvet sem flest til að blanda sér í umræðuna með einn eða fleiri ofangreinda hatta, eða hvert það annað höfuðfat sem hentar. Höfundur er heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga í HSA, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð og síðast en ekki síst líka eiginmaður, faðir, afi og eldri borgari.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun