Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar 25. nóvember 2024 13:10 Réttindi kvenna, innflytjenda og hinsegin fólks sæta vaxandi árás, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þrátt fyrir alvarleika þessarar þróunar fær ógnin frá öfgahægri ekki nægilega umfjöllun, hvorki hér á landi né annars staðar. Heilaþvottur og hugmyndafræðilegur undirróður: Er spádómur Yuri Alexandrovich Bezmenov að rætast? Þróunin sem við sjáum í dag, þar sem áróður og upplýsingaóreiða grafa undan lýðræðislegum gildum, minnir óþægilega á það sem Yuri Bezmenov, fyrrverandi áróðursmaður hjá KGB, lýsti á sínum tíma. Bezmenov starfaði fyrir Sovétríkin og dreifði þar áróðri undir yfirskini blaðamennsku, meðal annars í Indlandi, til að stýra almenningsáliti í þágu sovéskra hagsmuna. Hann sagði aðferðir hafa verið þróaðar til að veikja lýðræðisríki innan frá, ferli sem hann kallaði „hugmyndafræðilegan undirróður“ (e. ideological subversion). Eftir að hann flúði til Vesturlanda helgaði hann sig því að afhjúpa þessar aðferðir og lýsti þeim sem ferli í fjórum stigum: siðferðislegri röskun (e. demoralization), óstöðugleika (e. destabilization), kreppu (e. crisis) og að lokum svokölluðum „eðlilegum umskiptum“ (e. normalization). Bezmenov lagði áherslu á að fyrsta skrefið, siðferðisleg röskun (e. demoralization), væri mikilvægast. Hann sagði að þetta ferli gæti tekið um 20 ár – nógu langan tíma til að móta nýja kynslóð sem hafnar hefðbundnum gildum samfélagsins. Hann orðaði þetta á eftirminnilegan hátt: „Manneskja sem hefur verið siðferðislega röskuð er ófær um að skilja raunverulegar upplýsingar. Ég gæti sýnt henni staðreyndir, sannanir og myndir, en hún myndi samt neita að trúa því.“ Það skal þó tekið fram að lýsingar hans eru fyrst og fremst byggðar á eigin reynslu og ekki allar staðfestar sem miðlæg stefna innan Sovétríkjanna. Bezmenov fjallaði einnig um hvernig Sovétríkin hafi séð möguleika í því að nota sálfræðistríð (e. psychological warfare) í stað vopnaðrar árásar til að grafa undan vestrænum samfélögum, þar á meðal Bandaríkjunum. Hann lagði áherslu á að Sovétríkin hafi talið slíkar aðferðir ódýrari og skilvirkari en hefðbundinn hernaður, auk þess sem þær forðuðust áhættu á alþjóðlegri kjarnorkudeilu. Í stað þess að beita vopnum var lögð áhersla á að vinna kerfisbundið gegn lýðræðisríkjum með hugmyndafræðilegum aðferðum. Þetta fól meðal annars í sér að: Eyðileggja traust almennings á lýðræðislegum gildum og stofnunum. Skapa félagslegar deilur og brjóta niður samstöðu innan samfélaga. Dreifa röngum upplýsingum og áróðri til að grafa undan trausti á fjölmiðlum og stjórnvöldum. Hvetja til hugmyndafræðilegra átaka, svo sem milli kynslóða, trúarhópa eða pólitískra afla. Þrátt fyrir að kalda stríðinu sé lokið, eru þessar aðferðir enn við lýði. Í dag hefur rússneskur áróður tekið við af hinum gamla sovéska og nýtt svipaðar aðferðir með sambærileg markmið: að veikja traust almennings á lýðræðisstofnunum, hvetja til sundrungar og ala á tortryggni gagnvart minnihlutahópum. Þetta var áberandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, þar sem rússneskar upplýsingaherferðir, meðal annars á samfélagsmiðlum, léku stórt hlutverk. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa staðfest að slík herferð var hönnuð til að hafa áhrif á almenningsálitið og ýta undir fylgi við ákveðnar hreyfingar, þar á meðal MAGA-hreyfinguna, sem endurómaði stundum stefnu Kreml. Þó er ekki hægt að fullyrða að þessar herferðir hafi verið afgerandi í því að tryggja kjör Donalds Trump. Þetta sýnir hvernig áróðursaðferðir frá tímum kalda stríðsins hafa þróast og haldið áfram að móta stjórnmál samtímans með nýjum tækjum og breyttum áherslum, þar sem samfélagsmiðlar gegna lykilhlutverki. Eru nýnasistar ógn á Íslandi? Árið 2022 kom upp fyrsta hryðjuverkaógn Íslands sem stafaði af íslenskum nýnasistum – ungum mönnum, fæddum og uppöldum hér á landi. Þetta gengur gegn þeirri fullyrðingu öfgahægrisins að slíkar ógnir tengist helst innflytjendum eða flóttamönnum. Í raun kom hættan úr þeirra eigin röðum. Þrátt fyrir alvarleika málsins fékk það takmarkaða umræðu í samfélaginu. Hluti umræðunnar snerist um andlega heilsu gerendanna, sem hefur vakið spurningar um hvernig við nálgumst slíkar ógnir með tilliti til þjóðernis og bakgrunns gerenda. Áróður í leikja- og samfélagsmiðlasamfélögum - Hlutir sem oft gleymast þegar rætt er um andlega heilsu ungmenna Þegar rætt er um andlega heilsu ungmenna gleymist oft í umræðunni að nefna hvernig áróður hefur áhrif og kyndir undir vandamálum. Undanfarin ár hefur rússneskur áróður og nasistaáróður í vaxandi mæli beinst að ungum karlmönnum. Þetta er hluti af markvissri aðferð sem nýtt hefur verið til að ná til þeirra með „tröllaverksmiðjum“ og gervireikningum sem fylla samfélagsmiðla, spjallrásir og tölvuleiki með áróðri. Markmiðið er að grafa undan trausti á vestrænum gildum og kynda undir tortryggni gagnvart minnihlutahópum. Rannsóknir sýna að áróður Kremls beinist markvisst að ungum karlmönnum sem glíma við einmanaleika, félagslega einangrun eða andleg veikindi. Þessir einstaklingar leita oft í leikjasamfélög, samfélagsmiðla og spjallrásir til að finna tengsl og tilgang. Kreml notar þessa þörf til að ná til þeirra með einföldum og skýrum skilaboðum sem höfða til tilfinninga þeirra. Í þessum skilaboðum er máluð svart-hvít mynd þar sem vestrænt samfélag og alþjóðavæðing (e.globalization) eru gerð ábyrg fyrir vanda þeirra. Réttindabarátta kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa er teiknuð upp sem orsök þess að karlar hafi misst sitt hefðbundna hlutverk og mikilvægi í samfélaginu. Áróðurinn byggir á falskri samkeppni milli hópa þar sem réttindi eins hóps eru sýnd sem bein ógn við annan. Þessi nálgun eykur tilfinningu fyrir því að samfélagsbreytingar bitni sérstaklega á karlmönnum og að þeir séu „taparar“ í nútímasamfélagi. Áróðurinn byrjar oft á “saklausum” spurningum sem vekja óánægju með samfélagsástandið. Dæmi um slíkar spurningar gætu verið: „Af hverju eru karlar ekki lengur virtir í samfélaginu?“ eða „Hvers vegna eru konur og minnihlutahópar alltaf í forgangi?“ Einnig birtast spurningar á borð við: „Eru réttindabaráttur kvenna og hinsegin fólks ekki gengnar of langt?“ Slíkar spurningar, sem sjást á spjallrásum, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum, eru oft settar fram í dulargervi húmors eða meinlausra umræðna. Smám saman draga þær einstaklinga inn í hugmyndafræði sem þróast í sífellt öfgafyllri átt. Þannig nýtir Kreml veikleika og óöryggi karlmanna til að sundra samfélögum, veikja vestræn lýðræðisríki og styrkja eigin pólitísku stöðu. Leikjasamfélög eru sérstaklega viðkvæmur vettvangur. Þetta eru rými þar sem eftirlit er oft lítið, og andfélagslegur húmor – sem virðist í fyrstu vera meinlaust grín – getur falið hatursorðræðu. Nýnasistar hafa nýtt þessa vettvanga til að grooma börn og unglinga með það markmið að fá nýja meðlimi í raðir sínar. Þeir nýta spjallrásir í vinsælum leikjum og forrit eins og Discord og Steam til að mynda tengsl við ungt fólk. Aðferðir þeirra byrja oft á vingjarnlegu spjalli og „saklausum“ bröndurum, en smám saman er einstaklingum leiðbeint inn í hugmyndafræði sem inniheldur hatursfullar og hættulegar hugmyndir. Samfélagsmiðlar á borð við TikTok og YouTube eru nýttir til þess að dreifa áróðri Samfélagsmiðlar hafa algjörlega umbylt því hvernig við eigum samskipti og myndum tengsl. Þeir bjóða upp á ótrúlega möguleika, en það er líka augljóst að þeir koma með sína eigin áskoranir. Sérstaklega má nefna hvernig algrímin sem stýra YouTube og TikTok móta það sem við sjáum. Þetta hefur opnað dyrnar fyrir dreifingu falsupplýsinga, öfgaskoðana og samsæriskenninga, þar á meðal áróðurs sem styður stefnu Kremls. Tökum YouTube sem dæmi. Algrímið þar virkar þannig að það reynir sífellt að halda athygli þinni – og í því ferli er auðvelt að lenda í svokallaðri „kanínuholu“. Þú byrjar á að horfa á saklaust myndband, kannski eitthvað um stjórnmál eða samfélagsmál. En áður en þú veist af, eru þér boðin sífellt öfgakenndari myndbönd. Samsæriskenningar um að tungllendingin hafi verið fölsuð, að jarðarbúum sé stjórnað af geimverum eða að 5G sendar valdi sjúkdómum eru bara brot af því sem getur birst. Þetta gerist hratt. Áhrifamiklar fyrirsagnir og tilfinningaríkt myndefni halda þér föstum og ýta þér í átt að efni sem getur verið hatursfullt eða jafnvel hættulegt. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er ekki bara tilviljun – algrímin eru sérstaklega hönnuð til að nýta veikleika okkar gagnvart sterkum tilfinningum. TikTok er aðeins öðruvísi, en áhrifin eru í raun þau sömu. Þau sem nota TikTok vita að það er ótrúlega grípandi – stutt myndbönd sem vekja gleði, reiði, sorg eða forvitni. Þetta gerir miðilinn að fullkomnu verkfæri fyrir áróður og samsæriskenningar, sérstaklega meðal ungs fólks. Áróðurinn er oft mjög lúmskur. Hann birtist í formi memes, tónlistarmyndbanda eða trenda sem virðast alveg saklaus. Það sem er áhugavert (og á köflum ógnvekjandi) er hvernig algrím samfélagsmiðla eru hönnuð til að vekja sterk viðbrögð – hvort sem það er reiði, gleði, sorg, eða forvitni. Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig upplýsingar dreifast og hvernig þær móta viðhorf fólks. Samsæriskenningar um að Úkraína sé nasistaríki eða strengjabrúða Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega áhrifaríkar í að grafa undan stuðningi við Úkraínu. Slíkar fullyrðingar eru ekki bara rangar, þær eru hannaðar til að draga úr samstöðu Vesturlanda í baráttunni gegn Rússum. Hvað er til ráða? Til að sporna við vaxandi áhrifum fasískra afla, hatursorðræðu, áróðurs og samsæriskenninga þurfum við að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem byggja á fræðslu, samstöðu og virkri þátttöku: 1. Efling miðlalæsis og gagnrýnnar hugsunar Við verðum að fræða almenning – sérstaklega ungt fólk – um hvernig á að greina áróður, falsfréttir og staðreyndavillur. Þetta má gera með námskeiðum, fræðslu í skólum og herferðum á samfélagsmiðlum sem stuðla að upplýstum umræðum. 2. Samfélagsleg ábyrgð tæknifyrirtækja Stór samfélagsmiðlafyrirtæki verða að taka ábyrgð á því hvernig vettvangar þeirra eru notaðir til að dreifa hatursorðræðu og áróðri. Þau þurfa að bæta eftirlit með gervireikningum og hatursfullu efni, ásamt því að setja skýrar reglur gegn slíkri hegðun. 3. Samtal og samheldni Það er mikilvægt að brjóta niður múra milli hópa í samfélaginu með opinni og uppbyggilegri umræðu. Við þurfum að skapa vettvang þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að lausnum, fremur en að skipta okkur í fylkingar. 4. Styrking lýðræðislegra stofnana Lýðræðislegar stofnanir, eins og þing, dómstólar og fjölmiðlar, eru grunnstoðir samfélagsins. Ef fólk hættir að treysta þeim, skapast hætta á að öfgahópar fái byr undir báða vængi. Til að koma í veg fyrir það þurfum við að tryggja að stofnanir séu heiðarlegar, opnar og tengdar almenningi. Þetta snýst um að þær sýni fólki að þær vinni í þeirra þágu – hvort sem það er með því að vera skýrari, auðveldara að nálgast eða ábyrgari. Í dag, þar sem falsfréttir og áróður tröllríða samfélagsmiðlum, er traustið enn mikilvægara. Þegar fólk finnur að stofnanir standa með því, minnka líkurnar á að það leiti í öfgar. 5. Lýðræðisvettvangur fyrir almenning Til að tengja almenning betur við ákvarðanatöku mætti koma á fót lýðræðisvettvangi fyrir Alþingi, svipað og Píratar hafa gert í Reykjavíkurborg með verkefnum eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt. Þessir vettvangar hafa sýnt hvernig íbúar geta lagt fram hugmyndir, tekið þátt í umræðum og haft bein áhrif á ákvarðanir sem snerta samfélagið. Að innleiða svipað kerfi fyrir landsmálin myndi opna nýjar leiðir fyrir fólk til að taka þátt í þingstörfum, leggja fram tillögur og veita stjórnvöldum beint aðhald. Þetta gæti einnig verið útfært þannig að hver landshluti eða sveitarfélag gæti haft áhrif á ákvarðanir sem tengjast þeirra kjördæmi. Með þessu væri hægt að styrkja tengsl milli Alþingis og samfélaganna sem það þjónar, auka þátttöku og byggja upp traust með raunverulegri valddreifingu. 6. Fræðsla um fjölbreytileika og mannréttindi Skólakerfið, vinnustaðir og samfélagið í heild ættu að leggja áherslu á að kenna mikilvægi mannréttinda og virðingar fyrir fjölbreytileikanum. 7. Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ekki einangruð við Ísland. Með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hatursorðræðu og fasískum áhrifum getum við haft meiri áhrif. Það er undir okkur komið að láta ekki hatrið sigra. Með samhentu átaki getum við byggt upp samfélag þar sem réttlæti, jafnrétti og mannréttindi eru í fyrirrúmi. Við eigum að vera fyrirmynd heimi þar sem fjölbreytileiki er styrkleiki, ekki ógn. Lokaorð Með þessari grein vil ég vekja athygli á atriðum sem oft gleymast þegar reynt er að skilja hvers vegna fasismi og öfgahægri hugmyndafræði eru á uppleið í heiminum. Þetta eru þó aðeins nokkur dæmi, og það eru til ótal fleiri ástæður sem koma einnig við sögu, þó þær séu ekki ræddar hér. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Áhugaverðir pistlar, heimildir og rannsóknir sem vert er að kynna sér: Malign foreign interference and information influence on video game platforms: understanding the adversarial playbook Down the TikTok Rabbit Hole: Testing the TikTok Algorithm’s Contribution To Right Wing Extremist Radicalization Russia spreads propaganda in popular video games – NYT Weapons of Mass Migration in the 21st Century: Russia, Belarus, and the European Union Allegations of Russian Weaponized Migration Against the EU Inside rise of far right TikTokers brainwashing kids with anti-semitism and support for HITLER as teen terrorism TRIPLES How Europe’s Far-Right Parties Are Winning Over Young Voters DOJ Indicts Russian Nationals in $10 Million Scheme to Spread Covert Propaganda to U.S. Audiences Emotional Weaponization: Russia’s Current Propaganda Narratives DOJ: Russia Aimed Propaganda at Gamers, Minorities to Swing 2024 Election Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Réttindi kvenna, innflytjenda og hinsegin fólks sæta vaxandi árás, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þrátt fyrir alvarleika þessarar þróunar fær ógnin frá öfgahægri ekki nægilega umfjöllun, hvorki hér á landi né annars staðar. Heilaþvottur og hugmyndafræðilegur undirróður: Er spádómur Yuri Alexandrovich Bezmenov að rætast? Þróunin sem við sjáum í dag, þar sem áróður og upplýsingaóreiða grafa undan lýðræðislegum gildum, minnir óþægilega á það sem Yuri Bezmenov, fyrrverandi áróðursmaður hjá KGB, lýsti á sínum tíma. Bezmenov starfaði fyrir Sovétríkin og dreifði þar áróðri undir yfirskini blaðamennsku, meðal annars í Indlandi, til að stýra almenningsáliti í þágu sovéskra hagsmuna. Hann sagði aðferðir hafa verið þróaðar til að veikja lýðræðisríki innan frá, ferli sem hann kallaði „hugmyndafræðilegan undirróður“ (e. ideological subversion). Eftir að hann flúði til Vesturlanda helgaði hann sig því að afhjúpa þessar aðferðir og lýsti þeim sem ferli í fjórum stigum: siðferðislegri röskun (e. demoralization), óstöðugleika (e. destabilization), kreppu (e. crisis) og að lokum svokölluðum „eðlilegum umskiptum“ (e. normalization). Bezmenov lagði áherslu á að fyrsta skrefið, siðferðisleg röskun (e. demoralization), væri mikilvægast. Hann sagði að þetta ferli gæti tekið um 20 ár – nógu langan tíma til að móta nýja kynslóð sem hafnar hefðbundnum gildum samfélagsins. Hann orðaði þetta á eftirminnilegan hátt: „Manneskja sem hefur verið siðferðislega röskuð er ófær um að skilja raunverulegar upplýsingar. Ég gæti sýnt henni staðreyndir, sannanir og myndir, en hún myndi samt neita að trúa því.“ Það skal þó tekið fram að lýsingar hans eru fyrst og fremst byggðar á eigin reynslu og ekki allar staðfestar sem miðlæg stefna innan Sovétríkjanna. Bezmenov fjallaði einnig um hvernig Sovétríkin hafi séð möguleika í því að nota sálfræðistríð (e. psychological warfare) í stað vopnaðrar árásar til að grafa undan vestrænum samfélögum, þar á meðal Bandaríkjunum. Hann lagði áherslu á að Sovétríkin hafi talið slíkar aðferðir ódýrari og skilvirkari en hefðbundinn hernaður, auk þess sem þær forðuðust áhættu á alþjóðlegri kjarnorkudeilu. Í stað þess að beita vopnum var lögð áhersla á að vinna kerfisbundið gegn lýðræðisríkjum með hugmyndafræðilegum aðferðum. Þetta fól meðal annars í sér að: Eyðileggja traust almennings á lýðræðislegum gildum og stofnunum. Skapa félagslegar deilur og brjóta niður samstöðu innan samfélaga. Dreifa röngum upplýsingum og áróðri til að grafa undan trausti á fjölmiðlum og stjórnvöldum. Hvetja til hugmyndafræðilegra átaka, svo sem milli kynslóða, trúarhópa eða pólitískra afla. Þrátt fyrir að kalda stríðinu sé lokið, eru þessar aðferðir enn við lýði. Í dag hefur rússneskur áróður tekið við af hinum gamla sovéska og nýtt svipaðar aðferðir með sambærileg markmið: að veikja traust almennings á lýðræðisstofnunum, hvetja til sundrungar og ala á tortryggni gagnvart minnihlutahópum. Þetta var áberandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, þar sem rússneskar upplýsingaherferðir, meðal annars á samfélagsmiðlum, léku stórt hlutverk. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa staðfest að slík herferð var hönnuð til að hafa áhrif á almenningsálitið og ýta undir fylgi við ákveðnar hreyfingar, þar á meðal MAGA-hreyfinguna, sem endurómaði stundum stefnu Kreml. Þó er ekki hægt að fullyrða að þessar herferðir hafi verið afgerandi í því að tryggja kjör Donalds Trump. Þetta sýnir hvernig áróðursaðferðir frá tímum kalda stríðsins hafa þróast og haldið áfram að móta stjórnmál samtímans með nýjum tækjum og breyttum áherslum, þar sem samfélagsmiðlar gegna lykilhlutverki. Eru nýnasistar ógn á Íslandi? Árið 2022 kom upp fyrsta hryðjuverkaógn Íslands sem stafaði af íslenskum nýnasistum – ungum mönnum, fæddum og uppöldum hér á landi. Þetta gengur gegn þeirri fullyrðingu öfgahægrisins að slíkar ógnir tengist helst innflytjendum eða flóttamönnum. Í raun kom hættan úr þeirra eigin röðum. Þrátt fyrir alvarleika málsins fékk það takmarkaða umræðu í samfélaginu. Hluti umræðunnar snerist um andlega heilsu gerendanna, sem hefur vakið spurningar um hvernig við nálgumst slíkar ógnir með tilliti til þjóðernis og bakgrunns gerenda. Áróður í leikja- og samfélagsmiðlasamfélögum - Hlutir sem oft gleymast þegar rætt er um andlega heilsu ungmenna Þegar rætt er um andlega heilsu ungmenna gleymist oft í umræðunni að nefna hvernig áróður hefur áhrif og kyndir undir vandamálum. Undanfarin ár hefur rússneskur áróður og nasistaáróður í vaxandi mæli beinst að ungum karlmönnum. Þetta er hluti af markvissri aðferð sem nýtt hefur verið til að ná til þeirra með „tröllaverksmiðjum“ og gervireikningum sem fylla samfélagsmiðla, spjallrásir og tölvuleiki með áróðri. Markmiðið er að grafa undan trausti á vestrænum gildum og kynda undir tortryggni gagnvart minnihlutahópum. Rannsóknir sýna að áróður Kremls beinist markvisst að ungum karlmönnum sem glíma við einmanaleika, félagslega einangrun eða andleg veikindi. Þessir einstaklingar leita oft í leikjasamfélög, samfélagsmiðla og spjallrásir til að finna tengsl og tilgang. Kreml notar þessa þörf til að ná til þeirra með einföldum og skýrum skilaboðum sem höfða til tilfinninga þeirra. Í þessum skilaboðum er máluð svart-hvít mynd þar sem vestrænt samfélag og alþjóðavæðing (e.globalization) eru gerð ábyrg fyrir vanda þeirra. Réttindabarátta kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa er teiknuð upp sem orsök þess að karlar hafi misst sitt hefðbundna hlutverk og mikilvægi í samfélaginu. Áróðurinn byggir á falskri samkeppni milli hópa þar sem réttindi eins hóps eru sýnd sem bein ógn við annan. Þessi nálgun eykur tilfinningu fyrir því að samfélagsbreytingar bitni sérstaklega á karlmönnum og að þeir séu „taparar“ í nútímasamfélagi. Áróðurinn byrjar oft á “saklausum” spurningum sem vekja óánægju með samfélagsástandið. Dæmi um slíkar spurningar gætu verið: „Af hverju eru karlar ekki lengur virtir í samfélaginu?“ eða „Hvers vegna eru konur og minnihlutahópar alltaf í forgangi?“ Einnig birtast spurningar á borð við: „Eru réttindabaráttur kvenna og hinsegin fólks ekki gengnar of langt?“ Slíkar spurningar, sem sjást á spjallrásum, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum, eru oft settar fram í dulargervi húmors eða meinlausra umræðna. Smám saman draga þær einstaklinga inn í hugmyndafræði sem þróast í sífellt öfgafyllri átt. Þannig nýtir Kreml veikleika og óöryggi karlmanna til að sundra samfélögum, veikja vestræn lýðræðisríki og styrkja eigin pólitísku stöðu. Leikjasamfélög eru sérstaklega viðkvæmur vettvangur. Þetta eru rými þar sem eftirlit er oft lítið, og andfélagslegur húmor – sem virðist í fyrstu vera meinlaust grín – getur falið hatursorðræðu. Nýnasistar hafa nýtt þessa vettvanga til að grooma börn og unglinga með það markmið að fá nýja meðlimi í raðir sínar. Þeir nýta spjallrásir í vinsælum leikjum og forrit eins og Discord og Steam til að mynda tengsl við ungt fólk. Aðferðir þeirra byrja oft á vingjarnlegu spjalli og „saklausum“ bröndurum, en smám saman er einstaklingum leiðbeint inn í hugmyndafræði sem inniheldur hatursfullar og hættulegar hugmyndir. Samfélagsmiðlar á borð við TikTok og YouTube eru nýttir til þess að dreifa áróðri Samfélagsmiðlar hafa algjörlega umbylt því hvernig við eigum samskipti og myndum tengsl. Þeir bjóða upp á ótrúlega möguleika, en það er líka augljóst að þeir koma með sína eigin áskoranir. Sérstaklega má nefna hvernig algrímin sem stýra YouTube og TikTok móta það sem við sjáum. Þetta hefur opnað dyrnar fyrir dreifingu falsupplýsinga, öfgaskoðana og samsæriskenninga, þar á meðal áróðurs sem styður stefnu Kremls. Tökum YouTube sem dæmi. Algrímið þar virkar þannig að það reynir sífellt að halda athygli þinni – og í því ferli er auðvelt að lenda í svokallaðri „kanínuholu“. Þú byrjar á að horfa á saklaust myndband, kannski eitthvað um stjórnmál eða samfélagsmál. En áður en þú veist af, eru þér boðin sífellt öfgakenndari myndbönd. Samsæriskenningar um að tungllendingin hafi verið fölsuð, að jarðarbúum sé stjórnað af geimverum eða að 5G sendar valdi sjúkdómum eru bara brot af því sem getur birst. Þetta gerist hratt. Áhrifamiklar fyrirsagnir og tilfinningaríkt myndefni halda þér föstum og ýta þér í átt að efni sem getur verið hatursfullt eða jafnvel hættulegt. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er ekki bara tilviljun – algrímin eru sérstaklega hönnuð til að nýta veikleika okkar gagnvart sterkum tilfinningum. TikTok er aðeins öðruvísi, en áhrifin eru í raun þau sömu. Þau sem nota TikTok vita að það er ótrúlega grípandi – stutt myndbönd sem vekja gleði, reiði, sorg eða forvitni. Þetta gerir miðilinn að fullkomnu verkfæri fyrir áróður og samsæriskenningar, sérstaklega meðal ungs fólks. Áróðurinn er oft mjög lúmskur. Hann birtist í formi memes, tónlistarmyndbanda eða trenda sem virðast alveg saklaus. Það sem er áhugavert (og á köflum ógnvekjandi) er hvernig algrím samfélagsmiðla eru hönnuð til að vekja sterk viðbrögð – hvort sem það er reiði, gleði, sorg, eða forvitni. Þetta hefur mikil áhrif á það hvernig upplýsingar dreifast og hvernig þær móta viðhorf fólks. Samsæriskenningar um að Úkraína sé nasistaríki eða strengjabrúða Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega áhrifaríkar í að grafa undan stuðningi við Úkraínu. Slíkar fullyrðingar eru ekki bara rangar, þær eru hannaðar til að draga úr samstöðu Vesturlanda í baráttunni gegn Rússum. Hvað er til ráða? Til að sporna við vaxandi áhrifum fasískra afla, hatursorðræðu, áróðurs og samsæriskenninga þurfum við að grípa til fjölbreyttra aðgerða sem byggja á fræðslu, samstöðu og virkri þátttöku: 1. Efling miðlalæsis og gagnrýnnar hugsunar Við verðum að fræða almenning – sérstaklega ungt fólk – um hvernig á að greina áróður, falsfréttir og staðreyndavillur. Þetta má gera með námskeiðum, fræðslu í skólum og herferðum á samfélagsmiðlum sem stuðla að upplýstum umræðum. 2. Samfélagsleg ábyrgð tæknifyrirtækja Stór samfélagsmiðlafyrirtæki verða að taka ábyrgð á því hvernig vettvangar þeirra eru notaðir til að dreifa hatursorðræðu og áróðri. Þau þurfa að bæta eftirlit með gervireikningum og hatursfullu efni, ásamt því að setja skýrar reglur gegn slíkri hegðun. 3. Samtal og samheldni Það er mikilvægt að brjóta niður múra milli hópa í samfélaginu með opinni og uppbyggilegri umræðu. Við þurfum að skapa vettvang þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að lausnum, fremur en að skipta okkur í fylkingar. 4. Styrking lýðræðislegra stofnana Lýðræðislegar stofnanir, eins og þing, dómstólar og fjölmiðlar, eru grunnstoðir samfélagsins. Ef fólk hættir að treysta þeim, skapast hætta á að öfgahópar fái byr undir báða vængi. Til að koma í veg fyrir það þurfum við að tryggja að stofnanir séu heiðarlegar, opnar og tengdar almenningi. Þetta snýst um að þær sýni fólki að þær vinni í þeirra þágu – hvort sem það er með því að vera skýrari, auðveldara að nálgast eða ábyrgari. Í dag, þar sem falsfréttir og áróður tröllríða samfélagsmiðlum, er traustið enn mikilvægara. Þegar fólk finnur að stofnanir standa með því, minnka líkurnar á að það leiti í öfgar. 5. Lýðræðisvettvangur fyrir almenning Til að tengja almenning betur við ákvarðanatöku mætti koma á fót lýðræðisvettvangi fyrir Alþingi, svipað og Píratar hafa gert í Reykjavíkurborg með verkefnum eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt. Þessir vettvangar hafa sýnt hvernig íbúar geta lagt fram hugmyndir, tekið þátt í umræðum og haft bein áhrif á ákvarðanir sem snerta samfélagið. Að innleiða svipað kerfi fyrir landsmálin myndi opna nýjar leiðir fyrir fólk til að taka þátt í þingstörfum, leggja fram tillögur og veita stjórnvöldum beint aðhald. Þetta gæti einnig verið útfært þannig að hver landshluti eða sveitarfélag gæti haft áhrif á ákvarðanir sem tengjast þeirra kjördæmi. Með þessu væri hægt að styrkja tengsl milli Alþingis og samfélaganna sem það þjónar, auka þátttöku og byggja upp traust með raunverulegri valddreifingu. 6. Fræðsla um fjölbreytileika og mannréttindi Skólakerfið, vinnustaðir og samfélagið í heild ættu að leggja áherslu á að kenna mikilvægi mannréttinda og virðingar fyrir fjölbreytileikanum. 7. Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ekki einangruð við Ísland. Með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hatursorðræðu og fasískum áhrifum getum við haft meiri áhrif. Það er undir okkur komið að láta ekki hatrið sigra. Með samhentu átaki getum við byggt upp samfélag þar sem réttlæti, jafnrétti og mannréttindi eru í fyrirrúmi. Við eigum að vera fyrirmynd heimi þar sem fjölbreytileiki er styrkleiki, ekki ógn. Lokaorð Með þessari grein vil ég vekja athygli á atriðum sem oft gleymast þegar reynt er að skilja hvers vegna fasismi og öfgahægri hugmyndafræði eru á uppleið í heiminum. Þetta eru þó aðeins nokkur dæmi, og það eru til ótal fleiri ástæður sem koma einnig við sögu, þó þær séu ekki ræddar hér. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Áhugaverðir pistlar, heimildir og rannsóknir sem vert er að kynna sér: Malign foreign interference and information influence on video game platforms: understanding the adversarial playbook Down the TikTok Rabbit Hole: Testing the TikTok Algorithm’s Contribution To Right Wing Extremist Radicalization Russia spreads propaganda in popular video games – NYT Weapons of Mass Migration in the 21st Century: Russia, Belarus, and the European Union Allegations of Russian Weaponized Migration Against the EU Inside rise of far right TikTokers brainwashing kids with anti-semitism and support for HITLER as teen terrorism TRIPLES How Europe’s Far-Right Parties Are Winning Over Young Voters DOJ Indicts Russian Nationals in $10 Million Scheme to Spread Covert Propaganda to U.S. Audiences Emotional Weaponization: Russia’s Current Propaganda Narratives DOJ: Russia Aimed Propaganda at Gamers, Minorities to Swing 2024 Election
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun