Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 08:11 Marín Þórsdóttir hóf störf hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra í upphafi árs. Fyrir það starfaði hún sem deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi. Vísir/Vilhelm Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferðar- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir ríkja vantraust um störf deildarinnar sem hún vill eyða. Hún segir starfsmenn framfylgja erfiðum ákvörðunum en ekkert annað standi þeim til boða. Vilji fólk breyta verklaginu verði það að leita annað en til þeirra. „Það er ákveðið vantraust í garð málaflokksins sem ég hef ástríðu fyrir því að eyða. Því það er olía á eld rasískrar umræðu,“ segir Marín. Við slíkar aðstæður séu mál ekki metin á réttum forsendum, fólk skipti sér í lið og hvorugt lið hlusti á hitt. „Hvernig við eyðum þessu vantrausti veit ég ekki, en samtal er til alls fyrst.“ Fleirum fylgt úr landi Samhliða fjölgun meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur þeim fjölgað sem þarf að fylgja úr landi eftir að þau hafa fengið endanlega synjun um vernd. Í október voru hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra um 230 opnar verkbeiðnir um fylgd úr landi. Þar af voru 58 konur, 103 karlmenn og 69 börn. Samkvæmt upplýsingum frá deildinni breytast tölurnar ört en fjöldi verkbeiðna hefur verið í kringum 200 í þónokkurn tíma. Í frétt á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins í september var fjallað um mikla fjölgun umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli ára. Þar kom til dæmis fram að á þessu ári hafi 1.165 einstaklingar farið frá landinu í annaðhvort sjálfviljugri brottför eða þvingaðri. Ekki var hægt að fá gögn lengra aftur en til 2019 um fylgdir á vegum embættis ríkislögreglustjóra en þá voru til dæmis 271 mál á borði heimferðar- og fylgdadeildar allt árið. Nærri sami fjöldi og árið 2023 þegar fjöldi mála var 288. Málum fækkaði í kringum heimsfaraldurinn vegna þess að ekki var hægt að ferðast en árið 2020 voru málin til dæmis aðeins 130, 193 árið 2021 og svo 135 árið 2022. Frá janúar og til september á þessu ári lokaði heimferða- og fylgdadeildin 301 máli. Þar af snertu 165 þeirra fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, 96 snertu fólk sem ekki mátti vera hér en voru ekki umsækjendur um alþjóðalega vernd og þá voru 40 vegna brotamanna sem þurfti að vísa frá landi. Fjölda brotamanna sem er fylgt úr landi hefur á þessu tímabili fjölgað verulega. Árið 2019 var fimm brotamönnum fylgt úr landi og fjórum árið á eftir. Árið 2021 voru þeir 11 og svo 15 árið 2022. Árið 2023 er svo stórt stökk þegar 57 brotamönnum er fylgt úr landi en það sem af er árinu 2024 hefur 40 brotamönnum verið fylgt úr landi. Allar umsóknir metnar Marín segir að ekki megi gleyma því að áður en mál þeirra sem hér sækja um hæli koma á borð lögreglu hafi allir umsækjendur farið í gegnum langt og strangt ferli hjá Útlendingastofnun. Þegar fólk sækir um vernd á Íslandi fari umsóknin fyrst til Útlendingastofnunar þar sem metið er hvaða farveg málið eigi að fara í. Sumar umsóknir fari beint í efnismeðferð á meðan aðrar fari í svokallaða Dyflinnarmeðferð eða eru metnar á grundvelli þess að fólk sé með vernd annars staðar. Sumir fái í þessu ferli stöðu á Íslandi, það er leyfi til að vera, á meðan aðrir fái synjun. „Það getur verið á ólíkum grundvelli. Það getur verið því heimaríki er talið öruggt, það land sem það hefur rétt til dvalar í er talið öruggt eða að það hefur rétt til að sækja um vernd í öðru landi eða er með opið mál í öðru landi, það eru þessi Dyflinnarmál. Þegar við fáum verkbeiðni þá bara eigum við að fara með manneskjuna þangað. Vilji fólk breyta því þarf að beina þeirri ósk eða kröfu að öðrum en embætti ríkislögreglustjóra. Það eru aðrir einstaklingar sem sinna því á pólitískum vettvangi. Okkur, sem ríkisstarfsmönnum, ber að vinna eftir ákveðnum ramma. Við eigum ekkert endilega að vera með skoðun á honum,“ segir Marín Bara lögregluaðgerð þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum Hún segir að áður en málin koma á borð ríkislögreglustjóra sé starfsmaður Útlendingastofnunar alltaf búinn að ræða við fólk, bjóða þeim aðstoð í formi peninga og að kaupa flugmiða eftir að þau fá synjun. Auk þess sé fólk með talsmenn sem geti leiðbeint þeim. „Það er bara lögregluaðgerð þegar einhver vill ekki gera eitthvað sem hann á að gera. Þá þarf lögregla að stíga inn og þvinga einhverja framkvæmd í gang. Ef það er ekki vilji til samstarfs hefur lögregla ekkert val um annað.“ Áður en fólki er vísað frá landi þarf þó oftast að afla ferðaskilríkja. Fólki fylgi ekki alltaf pappírar en vilji það nálgast þá, sé það yfirleitt þó ekki vandamál. „Ef fólk er í samstarfi hjálpum við og öflum ferðaskilríkja. Það er stundum talað um að fólk geti ekki farið því það er ekki með skilríki. En ég hef ekki heyrt um tilvik þar sem fólk sem vill fá skilríki getur það ekki.“ Dæmi um mál þar sem oft var talað um í fréttaflutningi að fólk gæti ekki fengið ferðaskilríki var í tilfelli nígerísku kvennanna þriggja, Esther, Mary og Blessing, sem fylgt var til Nígeríu í maí á þessu ári. Konurnar sögðust allar þolendur mansals en fengu endanlega synjun á umsókn sinni um sumarið 2023. Þeim var að endingu fylgt úr landi í maí á þessu ári. Marín segir að þegar skilríkin séu komin þá sé hægt að fylgja fólki til heimaríkis eða til þess lands þar sem það á rétt til dvalar. Áður en það er lagt sé gert mat á því hvort að þessi einstaklingur sé hættulegur öðrum eða sjálfum sér, hvort það séu börn með í för eða hvort einstaklingurinn sé með fötlun eða einhvers konar sérþarfir. Öllum í hag að lúta niðurstöðu „Þá metum við hvort einhverra þvingunaraðferða sé þörf. Stundum er fólk tilbúið til að fara. Það veit að þetta er að fara að gerast og ég tel það algengara. Hörðu málin eru færri en þau taka á alla. Við þurfum sem lögregla að tryggja að fylgdin eigi sér stað, að fólki sé fylgt öruggu úr landi og að viðkomuríki taki á móti þeim,“ segir Marín og heldur áfram: „Málin koma ekki beint í fangið á okkur eftir synjun. Það er búið að eiga sér stað samtal um ráðgjöf, um styrki og aðstoð frá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni, IOM, og um séríslensku styrkina sem standa fólki til boða. Það er öllum í hag að fólk lúti þeirri niðurstöðu sem komin er og fari samkvæmt lögum af landi.“ Hún segir það auðvitað algengt að fólk sé ekki sátt þegar það fær synjun. Fólk fái þó alltaf frest til að fara til að, til dæmis, koma í veg fyrir endurkomubann á Schengen-svæðið. „Fari fólk ekki eftir niðurstöðunni, þá harðnar. Ef fólk fer ekki eða ætlar sér ekki að fara er Útlendingastofnun einn kostur gefinn. Það er að senda verkbeiðni til okkar og biðja lögreglu að flytja fólk nauðugt úr landi.“ Breyttist mikið með lagabreytingum 2023 Starf deildarinnar hafi tekið miklum breytingum með þeim lagabreytingum sem voru samþykktar í breytingum á útlendingalögunum vorið 2023. Þá var ákveðið að allir sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd missi allan rétt á þjónustu um 30 dögum eftir að þau fá sína síðustu synjun. Embætti ríkislögreglustjóra var falið að vista fólk á meðan það biði og hefur gert það í húsnæði við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Marín segir fólk fá synjun á ólíkum grundvelli. Það sé ekki verkefni ríkislögreglustjóra að meta það, heldur aðeins að framfylgja ákvörðuninni.Vísir/Vilhelm „Það breyttist mikið þegar lögunum var breytt og hlutverkið varð annað. Deildin breyttist mjög mikið,“ segir Marín og að við þessa breytingu hafi verið ástæða til að skoða deildina í heild sinni. Deildin hét áður stoðdeild ríkislögreglustjóra en heitir nú heimferðar- og fylgdadeild. Nokkrir hafa gagnrýnt nafnið, þar á meðal Eiríkur Rögnvaldsson uppgjafarprófessor í íslensku. Hann sagði nýja nafnið gefa villandi upplýsingar og takmarka gagnsæi. „Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt 'það að fylgja, leiðsögn, samfylgd' en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur,“ sagði Eiríkur í pistli um málið um miðjan septembermánuð þegar fjallað var um deildina í tengslum við brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimi. Nýtt nafn á nýja deild Marín segir að þegar nafnið hafi verið ákveðið hafi verið litið til nafna sambærilegra deilda erlendis. Sem dæmi heiti deildin Hjemrejsestyrelsen í Danmörku og Repatriation and Departure Service í Hollandi í enskri þýðingu, í Noregi kallast deildin Polites utlendingsenhet NPIS og er þýtt sem Police immigration Unit á ensku. „Þessar deildir heita yfirleitt einhverjum slíkum nöfnum. Við vorum að horfa til þeirra og reyna að vera meira lýsandi en stoðdeild,“ segir Marín. Ýmist er talað um flutning eða fylgd í þessu samhengi en orðin hafa ólíka merkingu. „Auðvitað er hægt að flytja fólk úr landi, en það er líka hægt að fylgja þeim úr landi. Ef þú segir að manneskju sé fylgt ertu að segja að þetta sé manneskja, ekki eitthvað sem er pakkað inn í pakka og sent burt.“ Hún segir starfsfólk reyna að gera fylgdina eins bærilega og hægt er. Það reyni að leyfa fólki að pakka sjálft en oft gangi það ekki upp. Þurfi starfsfólk að pakka fyrir fólk reyni það að hugsa út í það hvað það muni þurfa og hvað ekki. Hver fylgd getur svo tekið nokkra daga eftir því hvert er verið að fara með fólk. Hverjum fullorðnum einstaklingi þurfa að fylgja tveir starfsmenn frá ríkislögreglustjóra. Oft þarf að millilenda og þá er bókað það flugfélag sem flýgur á hentugustum tíma fyrir tengiflug. Þær segja ekkert flugfélag neita að taka við fylgdum en það séu ýmsar reglur sem gildi hjá flugfélögunum og svo líka hjá flugvöllunum. Reynt sé að hafa ekki of marga í einu flugi og að hafa fjölskyldur saman. Séu margir sem eigi að fylgja séu stundum leigðar vélar svo hægt sé að fljúga fólki saman. Þá fari fólk stundum með í flug sem skipulagt er af Frontex, landamærastofnun Evrópu. Það var til dæmis tilfellið í nóvember í fyrra þegar flogið var með hóp fólks til Venesúela. Verða fyrir áreiti vegna starfs síns Alls eru um fimmtán manns í vinnu hjá ríkislögreglustjóra sem sjá um þessar fylgdir. Alþjóðlega er talað um escorts sem mætti þýða sem fylgdarmenn. Marín segir að í hverju landi sé stór hópur sem vinni við þetta. Yfirleitt séu það lögreglumenn í bakgrunni sem vinni bara við þetta. Nöfn starfsmanna deildarinnar eru hvergi skráð opinberlega. Marín segir starfsfólk hafa orðið fyrir alvarlegu áreiti sem vinnur í deildinni. „Það eru ekki til tölfræði yfir áreiti sem lögregla verður fyrir. Áreitið er helst stafrænt, þar sem teknar eru myndir af lögreglumönnum og óskað er eftir persónulegum upplýsingum um þá á samfélagsmiðlum sem og annað stafrænt áreiti,“ segir Marín. Marín segir starfsfólk reyna að vanda sig. Það sé að framfylgja ákvörðunum og vilji helst gera það án valdbeitingar en ef þess er þörf þá geri það það. Það sé ekkert annað í boði. „Það er mjög mikið álag. Við þurfum alltaf að vinna vinnuna okkar og vanda okkur hvort sem mál eru í fjölmiðlum eða ekki. Umfjöllunin er extra álag á vinnuna. Við getum ekki blandað okkar skoðunum í þetta mál samt. Auðvitað höfum við skoðun en hún kemur málinu ekki við. Það væri mjög ófaglegt ef fólki dytti það í hug.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Lögreglan Íslensk tunga Tengdar fréttir Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Það er ákveðið vantraust í garð málaflokksins sem ég hef ástríðu fyrir því að eyða. Því það er olía á eld rasískrar umræðu,“ segir Marín. Við slíkar aðstæður séu mál ekki metin á réttum forsendum, fólk skipti sér í lið og hvorugt lið hlusti á hitt. „Hvernig við eyðum þessu vantrausti veit ég ekki, en samtal er til alls fyrst.“ Fleirum fylgt úr landi Samhliða fjölgun meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur þeim fjölgað sem þarf að fylgja úr landi eftir að þau hafa fengið endanlega synjun um vernd. Í október voru hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra um 230 opnar verkbeiðnir um fylgd úr landi. Þar af voru 58 konur, 103 karlmenn og 69 börn. Samkvæmt upplýsingum frá deildinni breytast tölurnar ört en fjöldi verkbeiðna hefur verið í kringum 200 í þónokkurn tíma. Í frétt á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins í september var fjallað um mikla fjölgun umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli ára. Þar kom til dæmis fram að á þessu ári hafi 1.165 einstaklingar farið frá landinu í annaðhvort sjálfviljugri brottför eða þvingaðri. Ekki var hægt að fá gögn lengra aftur en til 2019 um fylgdir á vegum embættis ríkislögreglustjóra en þá voru til dæmis 271 mál á borði heimferðar- og fylgdadeildar allt árið. Nærri sami fjöldi og árið 2023 þegar fjöldi mála var 288. Málum fækkaði í kringum heimsfaraldurinn vegna þess að ekki var hægt að ferðast en árið 2020 voru málin til dæmis aðeins 130, 193 árið 2021 og svo 135 árið 2022. Frá janúar og til september á þessu ári lokaði heimferða- og fylgdadeildin 301 máli. Þar af snertu 165 þeirra fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, 96 snertu fólk sem ekki mátti vera hér en voru ekki umsækjendur um alþjóðalega vernd og þá voru 40 vegna brotamanna sem þurfti að vísa frá landi. Fjölda brotamanna sem er fylgt úr landi hefur á þessu tímabili fjölgað verulega. Árið 2019 var fimm brotamönnum fylgt úr landi og fjórum árið á eftir. Árið 2021 voru þeir 11 og svo 15 árið 2022. Árið 2023 er svo stórt stökk þegar 57 brotamönnum er fylgt úr landi en það sem af er árinu 2024 hefur 40 brotamönnum verið fylgt úr landi. Allar umsóknir metnar Marín segir að ekki megi gleyma því að áður en mál þeirra sem hér sækja um hæli koma á borð lögreglu hafi allir umsækjendur farið í gegnum langt og strangt ferli hjá Útlendingastofnun. Þegar fólk sækir um vernd á Íslandi fari umsóknin fyrst til Útlendingastofnunar þar sem metið er hvaða farveg málið eigi að fara í. Sumar umsóknir fari beint í efnismeðferð á meðan aðrar fari í svokallaða Dyflinnarmeðferð eða eru metnar á grundvelli þess að fólk sé með vernd annars staðar. Sumir fái í þessu ferli stöðu á Íslandi, það er leyfi til að vera, á meðan aðrir fái synjun. „Það getur verið á ólíkum grundvelli. Það getur verið því heimaríki er talið öruggt, það land sem það hefur rétt til dvalar í er talið öruggt eða að það hefur rétt til að sækja um vernd í öðru landi eða er með opið mál í öðru landi, það eru þessi Dyflinnarmál. Þegar við fáum verkbeiðni þá bara eigum við að fara með manneskjuna þangað. Vilji fólk breyta því þarf að beina þeirri ósk eða kröfu að öðrum en embætti ríkislögreglustjóra. Það eru aðrir einstaklingar sem sinna því á pólitískum vettvangi. Okkur, sem ríkisstarfsmönnum, ber að vinna eftir ákveðnum ramma. Við eigum ekkert endilega að vera með skoðun á honum,“ segir Marín Bara lögregluaðgerð þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum Hún segir að áður en málin koma á borð ríkislögreglustjóra sé starfsmaður Útlendingastofnunar alltaf búinn að ræða við fólk, bjóða þeim aðstoð í formi peninga og að kaupa flugmiða eftir að þau fá synjun. Auk þess sé fólk með talsmenn sem geti leiðbeint þeim. „Það er bara lögregluaðgerð þegar einhver vill ekki gera eitthvað sem hann á að gera. Þá þarf lögregla að stíga inn og þvinga einhverja framkvæmd í gang. Ef það er ekki vilji til samstarfs hefur lögregla ekkert val um annað.“ Áður en fólki er vísað frá landi þarf þó oftast að afla ferðaskilríkja. Fólki fylgi ekki alltaf pappírar en vilji það nálgast þá, sé það yfirleitt þó ekki vandamál. „Ef fólk er í samstarfi hjálpum við og öflum ferðaskilríkja. Það er stundum talað um að fólk geti ekki farið því það er ekki með skilríki. En ég hef ekki heyrt um tilvik þar sem fólk sem vill fá skilríki getur það ekki.“ Dæmi um mál þar sem oft var talað um í fréttaflutningi að fólk gæti ekki fengið ferðaskilríki var í tilfelli nígerísku kvennanna þriggja, Esther, Mary og Blessing, sem fylgt var til Nígeríu í maí á þessu ári. Konurnar sögðust allar þolendur mansals en fengu endanlega synjun á umsókn sinni um sumarið 2023. Þeim var að endingu fylgt úr landi í maí á þessu ári. Marín segir að þegar skilríkin séu komin þá sé hægt að fylgja fólki til heimaríkis eða til þess lands þar sem það á rétt til dvalar. Áður en það er lagt sé gert mat á því hvort að þessi einstaklingur sé hættulegur öðrum eða sjálfum sér, hvort það séu börn með í för eða hvort einstaklingurinn sé með fötlun eða einhvers konar sérþarfir. Öllum í hag að lúta niðurstöðu „Þá metum við hvort einhverra þvingunaraðferða sé þörf. Stundum er fólk tilbúið til að fara. Það veit að þetta er að fara að gerast og ég tel það algengara. Hörðu málin eru færri en þau taka á alla. Við þurfum sem lögregla að tryggja að fylgdin eigi sér stað, að fólki sé fylgt öruggu úr landi og að viðkomuríki taki á móti þeim,“ segir Marín og heldur áfram: „Málin koma ekki beint í fangið á okkur eftir synjun. Það er búið að eiga sér stað samtal um ráðgjöf, um styrki og aðstoð frá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni, IOM, og um séríslensku styrkina sem standa fólki til boða. Það er öllum í hag að fólk lúti þeirri niðurstöðu sem komin er og fari samkvæmt lögum af landi.“ Hún segir það auðvitað algengt að fólk sé ekki sátt þegar það fær synjun. Fólk fái þó alltaf frest til að fara til að, til dæmis, koma í veg fyrir endurkomubann á Schengen-svæðið. „Fari fólk ekki eftir niðurstöðunni, þá harðnar. Ef fólk fer ekki eða ætlar sér ekki að fara er Útlendingastofnun einn kostur gefinn. Það er að senda verkbeiðni til okkar og biðja lögreglu að flytja fólk nauðugt úr landi.“ Breyttist mikið með lagabreytingum 2023 Starf deildarinnar hafi tekið miklum breytingum með þeim lagabreytingum sem voru samþykktar í breytingum á útlendingalögunum vorið 2023. Þá var ákveðið að allir sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd missi allan rétt á þjónustu um 30 dögum eftir að þau fá sína síðustu synjun. Embætti ríkislögreglustjóra var falið að vista fólk á meðan það biði og hefur gert það í húsnæði við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Marín segir fólk fá synjun á ólíkum grundvelli. Það sé ekki verkefni ríkislögreglustjóra að meta það, heldur aðeins að framfylgja ákvörðuninni.Vísir/Vilhelm „Það breyttist mikið þegar lögunum var breytt og hlutverkið varð annað. Deildin breyttist mjög mikið,“ segir Marín og að við þessa breytingu hafi verið ástæða til að skoða deildina í heild sinni. Deildin hét áður stoðdeild ríkislögreglustjóra en heitir nú heimferðar- og fylgdadeild. Nokkrir hafa gagnrýnt nafnið, þar á meðal Eiríkur Rögnvaldsson uppgjafarprófessor í íslensku. Hann sagði nýja nafnið gefa villandi upplýsingar og takmarka gagnsæi. „Í mörgum tilvikum er nefnilega hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd er í Íslenskri orðabók skýrt 'það að fylgja, leiðsögn, samfylgd' en í þessu tilviki er oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki er oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda á það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl – eins og í því máli sem nú er mest rætt um. Og jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns er það einmitt landið sem það flúði frá og lítur ekki á sem heimaland sitt lengur – og telur sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur,“ sagði Eiríkur í pistli um málið um miðjan septembermánuð þegar fjallað var um deildina í tengslum við brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimi. Nýtt nafn á nýja deild Marín segir að þegar nafnið hafi verið ákveðið hafi verið litið til nafna sambærilegra deilda erlendis. Sem dæmi heiti deildin Hjemrejsestyrelsen í Danmörku og Repatriation and Departure Service í Hollandi í enskri þýðingu, í Noregi kallast deildin Polites utlendingsenhet NPIS og er þýtt sem Police immigration Unit á ensku. „Þessar deildir heita yfirleitt einhverjum slíkum nöfnum. Við vorum að horfa til þeirra og reyna að vera meira lýsandi en stoðdeild,“ segir Marín. Ýmist er talað um flutning eða fylgd í þessu samhengi en orðin hafa ólíka merkingu. „Auðvitað er hægt að flytja fólk úr landi, en það er líka hægt að fylgja þeim úr landi. Ef þú segir að manneskju sé fylgt ertu að segja að þetta sé manneskja, ekki eitthvað sem er pakkað inn í pakka og sent burt.“ Hún segir starfsfólk reyna að gera fylgdina eins bærilega og hægt er. Það reyni að leyfa fólki að pakka sjálft en oft gangi það ekki upp. Þurfi starfsfólk að pakka fyrir fólk reyni það að hugsa út í það hvað það muni þurfa og hvað ekki. Hver fylgd getur svo tekið nokkra daga eftir því hvert er verið að fara með fólk. Hverjum fullorðnum einstaklingi þurfa að fylgja tveir starfsmenn frá ríkislögreglustjóra. Oft þarf að millilenda og þá er bókað það flugfélag sem flýgur á hentugustum tíma fyrir tengiflug. Þær segja ekkert flugfélag neita að taka við fylgdum en það séu ýmsar reglur sem gildi hjá flugfélögunum og svo líka hjá flugvöllunum. Reynt sé að hafa ekki of marga í einu flugi og að hafa fjölskyldur saman. Séu margir sem eigi að fylgja séu stundum leigðar vélar svo hægt sé að fljúga fólki saman. Þá fari fólk stundum með í flug sem skipulagt er af Frontex, landamærastofnun Evrópu. Það var til dæmis tilfellið í nóvember í fyrra þegar flogið var með hóp fólks til Venesúela. Verða fyrir áreiti vegna starfs síns Alls eru um fimmtán manns í vinnu hjá ríkislögreglustjóra sem sjá um þessar fylgdir. Alþjóðlega er talað um escorts sem mætti þýða sem fylgdarmenn. Marín segir að í hverju landi sé stór hópur sem vinni við þetta. Yfirleitt séu það lögreglumenn í bakgrunni sem vinni bara við þetta. Nöfn starfsmanna deildarinnar eru hvergi skráð opinberlega. Marín segir starfsfólk hafa orðið fyrir alvarlegu áreiti sem vinnur í deildinni. „Það eru ekki til tölfræði yfir áreiti sem lögregla verður fyrir. Áreitið er helst stafrænt, þar sem teknar eru myndir af lögreglumönnum og óskað er eftir persónulegum upplýsingum um þá á samfélagsmiðlum sem og annað stafrænt áreiti,“ segir Marín. Marín segir starfsfólk reyna að vanda sig. Það sé að framfylgja ákvörðunum og vilji helst gera það án valdbeitingar en ef þess er þörf þá geri það það. Það sé ekkert annað í boði. „Það er mjög mikið álag. Við þurfum alltaf að vinna vinnuna okkar og vanda okkur hvort sem mál eru í fjölmiðlum eða ekki. Umfjöllunin er extra álag á vinnuna. Við getum ekki blandað okkar skoðunum í þetta mál samt. Auðvitað höfum við skoðun en hún kemur málinu ekki við. Það væri mjög ófaglegt ef fólki dytti það í hug.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Lögreglan Íslensk tunga Tengdar fréttir Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59
Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46