Er bókstaflega skíthrædd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 07:03 Unnur Elísabet opnar sig upp á gátt í söngleiknum hvers titillag er komið á streymisveitur. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. „Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“ Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
„Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“
Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira