Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:02 Formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson skrifar rangfærslu grein um Evrópusambandið á vísir.is þann 24. nóvember 2024. Ég ætla að svara hverjum lið fyrir sig eins og hægt er og á eins einfaldan hátt og hægt er. Þar sem Evrópusambandið er mjög flókið, setning laga er mjög flókin ásamt öllu því ferli sem kemur að ákvörðunum í Evrópusambandinu. 1. Evrópusambandið er ekki ríki. Evrópusambandið er sett saman úr 27 aðildarríkjum. Auk þeirra sex ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu á síðustu áratugum en eru misjafnlega langt kominn í því ferli. Öll eru þessi ríki einstök í sínum aðstæðum. Ísland yrði það er ekkert öðruvísi. Nema að á Íslandi gilda nú þegar rúmlega 2/3 (eða um 80%) af lögum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. 2. Ísland borgar þetta nú þegar í gegnum EES samninginn. Það yrði engin breyting á þessu við aðild að Evrópusambandinu. Það að koma í veg fyrir fátækt í öðrum ríkjum Evrópu er einnig eitthvað sem skilar betri niðurstöðu til framtíðar. Dregur úr óstöðugleika, minnkar glæpi og er almennt bara gott fyrir Ísland og önnur ríki í Evrópu. Ísland er einnig að borga þetta nú þegar í gegnum ýmsa sjóði hjá Evrópusambandinu í gegnum EES samninginn. 3. Evrópusambandið er tollabandalag. Innganga Íslands í Evrópusambandið mundi fjarlægja tolla milli Íslands og annara ríkja Evrópu. Slíkt mundi auka útflutning frá Íslandi, ásamt því að auka innflutning að einhverju leiti á móti. Tollar eru skattur sem almenningur borgar og það dregur úr hagvexti á Íslandi. Fyrir utan Evrópu, þá stunda íslendingar sáralítil viðskipti við restina af heiminum. 4. Nei. Þetta er allt saman efnislega rangt sem er fullyrt í þessum lið. Öll aðildarríki Evrópusambandsins koma að mótun og setningu löggjafar. Í dag tekur Ísland þessa löggjöf upp án þess að hafa nokkuð um hana að segja í gengum EES samninginn. Það er talsvert verri staða. Staða Íslands mundi lagast talsvert við að verða aðildarríki að Evrópusambandinu þegar það kemur að setningu löggjafar. Ísland mundi einnig eiga fulltrúa á öllum stigum lagasetningar eins og er krafa um innan Evrópusambandsins. 5. Þetta er einnig efnislega rangt. Evran hefur reynst smáríkjum innan Evrópusambandsins mjög vel. Komið í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika, háa vexti og verðbólgu. Það er íslenska krónan sem hefur reynst íslendingum afskaplega illa. Enda illa stjórnað og byggð á hugmyndafræði sem hefur bara reynst vera skaðleg. 6. Þetta er rangt. Þau ríki sem eru með efnahagsleg vandamál eru þau ríki sem voru lengi vel undir einræði og alræði, jafnvel herforingjastjórn í marga áratugi áður en lýðræði var komið á aftur. Þessi gerð af stjórnvöldum (einræði, alræði, herforingjastjórnir) skilja efnahag viðkomandi ríkja í rúst og svo mikilli óreiðu að það tekur oft marga áratugi að koma öllu í lag. Aðild þessara ríkja hefur lagað ástandið en það er mikið eftir og það mun taka nokkra áratugi í viðbót. Efnahagsástandið í öðrum ríkjum Evrópusambandsins er afleiðing efnahagskreppurnar árið 2008. Afleiðingin af þeirri efnahagskreppu er ekki lokið og það mun taka hugsanlega nokkra áratugi í viðbót að laga það sem fór úrskeiðis þá. Síðan hefur efnahagskreppan í kjölfarið á Covid-19 ekki verið að flýta fyrir efnahagslegum bata. Efnahagsmál eru annars á ábyrgð ríkjanna sjálfra. Kemur Evrópusambandinu almennt ekki beint við. 7. Evrópusambandið leggur ekki neina skatta á aðildarríki sín. Helstu tekjustofnar Evrópusambandsins er í gegnum tollabandalagið og síðan gjöld sem aðildarríkin greiða, auk þess að fá smá hluta af virðisaukaskatti aðildarríkjanna. Það er hægt að lesa allt um það hérna (á ensku). 8. Nei. Ísland er að miklu leiti tilbúið en það þarf auðvitað að gera einhverjar breytingar til að ná fram kröfum Evrópusambandsins. Slíkt er venjulegt og mundi bara auka gæði stjórnsýslu á Íslandi hjá íslenskum stjórnvöldum. 9. Þetta er rangt. Evrópusambandið er með það sem kallast European Security Union. Aðild að þessu er hinsvegar frjáls og það taka ekki öll ríki þátt í þessu. Þetta yrði nauðsynlegt ef að NATO mundi til dæmis leysast upp vegna aðgerða öfgamanna í Bandaríkjunum og á sama tíma þá mundu öfgafull hægri stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki virða eða segja upp varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Það er engu að treysta í Bandaríkjunum frá 20. janúar 2025. Evrópusambandið hefur engan áhuga á að verða herveldi og það er ekki stefnan. Hinsvegar hafa öll aðildarríki Evrópusambandsins vilja til þess að verja sig gegn árásargirni frá Rússlandi. 10. Þjóðir geta ef þær vilja ganga úr Evrópusambandinu. En afhverju ættu þær að vilja það. Slíkt mundi bara færa þeim óstöðugleika, vandamál og fleira. Það hefur verið reynslan hjá Bretlandi eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Útgöngu sem var byggð á lygum andstæðinga Evrópusambandsins í Bretlandi. Það hefur einnig komið í ljós að helstu talsmenn Brexit er fólk sem hafði meiri áhuga á því að fóðra bankareikninga sína með Brexit heldur en að hafa hag almennings að leiðarljósi. Öll þessi grein Haraldar Ólafssonar, formanns Heimssýnar er ekki byggð á neinum raunveruleika. Það er allur þeirra málflutningur og hefur alltaf verið það. Við aðild að Evrópusambandinu mundu íslendingar fá fulltrúa í Ráðherraráði Evrópusambandins (eftir málaflokkum), fulltrúa í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Síðan yrðu kosnir sex Evrópuþingmenn í beinni kosningu til Evrópuþings Evrópusambandsins. Hægt er að sjá fjölda þingmanna á Evrópuþingi Evrópusambandsins hérna. Ísland yrði með sama fjölda Evrópuþingmanna og Malta og Lúxemborg, sem eru álíka stórar þjóðir og Ísland (um 400.000 manns). Það er rangt að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði vandamál. Það er hinsvegar þannig að breytingar gerast ekki á einum degi og það mundi taka íslendinga nokkur ár að sjá fyrstu breytingar og kosti aðildar að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin sem íslendingar mundu þó finna fyrir yrði þegar íslensku krónunni yrði skipt út fyrir Evru. Það ferli hinsvegar krefst lægri vaxta og verðbólgu en er á Íslandi í dag, þannig áhrifin sem undanfari að þeirri breytingu yrðu talsverð. Einnig sem að íslenska krónan yrði á föstu gengi við evruna með 15% vikmörkum í lágmarki tvö ár áður en þessi breyting færi fram í gegnum ERM-II (Wikipedia grein er hérna). Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Formaður Heimssýnar, Haraldur Ólafsson skrifar rangfærslu grein um Evrópusambandið á vísir.is þann 24. nóvember 2024. Ég ætla að svara hverjum lið fyrir sig eins og hægt er og á eins einfaldan hátt og hægt er. Þar sem Evrópusambandið er mjög flókið, setning laga er mjög flókin ásamt öllu því ferli sem kemur að ákvörðunum í Evrópusambandinu. 1. Evrópusambandið er ekki ríki. Evrópusambandið er sett saman úr 27 aðildarríkjum. Auk þeirra sex ríkja sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu á síðustu áratugum en eru misjafnlega langt kominn í því ferli. Öll eru þessi ríki einstök í sínum aðstæðum. Ísland yrði það er ekkert öðruvísi. Nema að á Íslandi gilda nú þegar rúmlega 2/3 (eða um 80%) af lögum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. 2. Ísland borgar þetta nú þegar í gegnum EES samninginn. Það yrði engin breyting á þessu við aðild að Evrópusambandinu. Það að koma í veg fyrir fátækt í öðrum ríkjum Evrópu er einnig eitthvað sem skilar betri niðurstöðu til framtíðar. Dregur úr óstöðugleika, minnkar glæpi og er almennt bara gott fyrir Ísland og önnur ríki í Evrópu. Ísland er einnig að borga þetta nú þegar í gegnum ýmsa sjóði hjá Evrópusambandinu í gegnum EES samninginn. 3. Evrópusambandið er tollabandalag. Innganga Íslands í Evrópusambandið mundi fjarlægja tolla milli Íslands og annara ríkja Evrópu. Slíkt mundi auka útflutning frá Íslandi, ásamt því að auka innflutning að einhverju leiti á móti. Tollar eru skattur sem almenningur borgar og það dregur úr hagvexti á Íslandi. Fyrir utan Evrópu, þá stunda íslendingar sáralítil viðskipti við restina af heiminum. 4. Nei. Þetta er allt saman efnislega rangt sem er fullyrt í þessum lið. Öll aðildarríki Evrópusambandsins koma að mótun og setningu löggjafar. Í dag tekur Ísland þessa löggjöf upp án þess að hafa nokkuð um hana að segja í gengum EES samninginn. Það er talsvert verri staða. Staða Íslands mundi lagast talsvert við að verða aðildarríki að Evrópusambandinu þegar það kemur að setningu löggjafar. Ísland mundi einnig eiga fulltrúa á öllum stigum lagasetningar eins og er krafa um innan Evrópusambandsins. 5. Þetta er einnig efnislega rangt. Evran hefur reynst smáríkjum innan Evrópusambandsins mjög vel. Komið í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika, háa vexti og verðbólgu. Það er íslenska krónan sem hefur reynst íslendingum afskaplega illa. Enda illa stjórnað og byggð á hugmyndafræði sem hefur bara reynst vera skaðleg. 6. Þetta er rangt. Þau ríki sem eru með efnahagsleg vandamál eru þau ríki sem voru lengi vel undir einræði og alræði, jafnvel herforingjastjórn í marga áratugi áður en lýðræði var komið á aftur. Þessi gerð af stjórnvöldum (einræði, alræði, herforingjastjórnir) skilja efnahag viðkomandi ríkja í rúst og svo mikilli óreiðu að það tekur oft marga áratugi að koma öllu í lag. Aðild þessara ríkja hefur lagað ástandið en það er mikið eftir og það mun taka nokkra áratugi í viðbót. Efnahagsástandið í öðrum ríkjum Evrópusambandsins er afleiðing efnahagskreppurnar árið 2008. Afleiðingin af þeirri efnahagskreppu er ekki lokið og það mun taka hugsanlega nokkra áratugi í viðbót að laga það sem fór úrskeiðis þá. Síðan hefur efnahagskreppan í kjölfarið á Covid-19 ekki verið að flýta fyrir efnahagslegum bata. Efnahagsmál eru annars á ábyrgð ríkjanna sjálfra. Kemur Evrópusambandinu almennt ekki beint við. 7. Evrópusambandið leggur ekki neina skatta á aðildarríki sín. Helstu tekjustofnar Evrópusambandsins er í gegnum tollabandalagið og síðan gjöld sem aðildarríkin greiða, auk þess að fá smá hluta af virðisaukaskatti aðildarríkjanna. Það er hægt að lesa allt um það hérna (á ensku). 8. Nei. Ísland er að miklu leiti tilbúið en það þarf auðvitað að gera einhverjar breytingar til að ná fram kröfum Evrópusambandsins. Slíkt er venjulegt og mundi bara auka gæði stjórnsýslu á Íslandi hjá íslenskum stjórnvöldum. 9. Þetta er rangt. Evrópusambandið er með það sem kallast European Security Union. Aðild að þessu er hinsvegar frjáls og það taka ekki öll ríki þátt í þessu. Þetta yrði nauðsynlegt ef að NATO mundi til dæmis leysast upp vegna aðgerða öfgamanna í Bandaríkjunum og á sama tíma þá mundu öfgafull hægri stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki virða eða segja upp varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Það er engu að treysta í Bandaríkjunum frá 20. janúar 2025. Evrópusambandið hefur engan áhuga á að verða herveldi og það er ekki stefnan. Hinsvegar hafa öll aðildarríki Evrópusambandsins vilja til þess að verja sig gegn árásargirni frá Rússlandi. 10. Þjóðir geta ef þær vilja ganga úr Evrópusambandinu. En afhverju ættu þær að vilja það. Slíkt mundi bara færa þeim óstöðugleika, vandamál og fleira. Það hefur verið reynslan hjá Bretlandi eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Útgöngu sem var byggð á lygum andstæðinga Evrópusambandsins í Bretlandi. Það hefur einnig komið í ljós að helstu talsmenn Brexit er fólk sem hafði meiri áhuga á því að fóðra bankareikninga sína með Brexit heldur en að hafa hag almennings að leiðarljósi. Öll þessi grein Haraldar Ólafssonar, formanns Heimssýnar er ekki byggð á neinum raunveruleika. Það er allur þeirra málflutningur og hefur alltaf verið það. Við aðild að Evrópusambandinu mundu íslendingar fá fulltrúa í Ráðherraráði Evrópusambandins (eftir málaflokkum), fulltrúa í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Síðan yrðu kosnir sex Evrópuþingmenn í beinni kosningu til Evrópuþings Evrópusambandsins. Hægt er að sjá fjölda þingmanna á Evrópuþingi Evrópusambandsins hérna. Ísland yrði með sama fjölda Evrópuþingmanna og Malta og Lúxemborg, sem eru álíka stórar þjóðir og Ísland (um 400.000 manns). Það er rangt að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði vandamál. Það er hinsvegar þannig að breytingar gerast ekki á einum degi og það mundi taka íslendinga nokkur ár að sjá fyrstu breytingar og kosti aðildar að Evrópusambandinu. Stærsta breytingin sem íslendingar mundu þó finna fyrir yrði þegar íslensku krónunni yrði skipt út fyrir Evru. Það ferli hinsvegar krefst lægri vaxta og verðbólgu en er á Íslandi í dag, þannig áhrifin sem undanfari að þeirri breytingu yrðu talsverð. Einnig sem að íslenska krónan yrði á föstu gengi við evruna með 15% vikmörkum í lágmarki tvö ár áður en þessi breyting færi fram í gegnum ERM-II (Wikipedia grein er hérna). Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun