Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2024 07:10 Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Suðvesturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Skattar og tollar Eldri borgarar Tryggingar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári voru fjárlög ársins 2024 til afgreiðslu á Alþingi Íslendinga. Að vana er þar að finna ýmis fylgirit og svokallaða bandorma þar sem gert er fullt af litlum lagabreytingum sem í mörgum tilfellum eru einungis tæknilegs eðlis. Það vildi þó svo til að í einum þessara bandorma var breyting sem var langt frá því að vera ómerkileg vísitöluuppfærsla. Ég á hér við breytingu sem átti að fella niður persónuafslátt hjá íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis. Í stuttu máli fólst í breytingunni að persónuafsláttur lífeyrisþega búsettra erlendis myndi falla niður 1. janúar 2024. Um örlitla, nánast ósýnilega, breytingu var að ræða, á ákvæði sem breyta átti einhverju í lögum um tekjuskatt – orðið „án“ laumað inn fyrir persónuafslátt og einnar setningar útskýring í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem ÖBÍ réttindasamtök bentu á í umsögn sinni við frumvarpið sem við í Flokki fólksins tókum upp sem baráttumál í kjölfarið. Það var ljóst að ráðherra málaflokksins kom af fjöllum þegar hann var spurður um þetta, en svo komu eftir á skýringar stjórnarþingmanna um að hér væri um að ræða bráðnauðsynlega breytingu til að koma í veg fyrir að ákveðnir auðjöfrar í útlöndum misnoti sér skattaglufu til að fá að njóta tvöfalds persónuafsláttar. Breytingin var illa ígrunduð og réttaráhrif hennar með tilliti til allra lífeyrisþega búsettra erlendis voru ekki úthugsuð. Að frumkvæði Flokks fólksins náðum við að fresta breytingunni um eitt ár. Málið endaði ekki hér og bentum við á þetta óréttlæti, sem átti engu að síður að ganga eftir 1. janúar 2025 að öllu óbreyttu, í óundirbúnum fyrirspurnum við fjármálaráðherra sem varði breytinguna á svipuðum forsendum og heyrst höfðu áður. Í kjölfarið setti Flokkur fólksins það sem ófrávíkjanlegt skilyrði þinglokasamninga í júní að úttekt yrði framkvæmd sem myndi kanna nánar ástæður og áhrif breytingarinnar og athuga hvort hún kæmi niður á þeim lífeyrisþegum sem minnst mega sín. Ef slík úttekt færi ekki fram skyldi falla frá gildistöku ákvæðisins, sem átti að afnema persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis. Endalok málsins voru þau að það kom skýrlega fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að þótt það kunni að vera einhver ávinningur af breytingu á þessu fyrirkomulagi þá myndu áhrif breytingarinnar lenda afar illa á ákveðnum hópum lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis, einkum þeim sem eru að fá örorkulífeyri. Enn fremur kom skýrlega fram að ráðuneytið hefði ekki lokið þeirri vinnu til að tryggja að umræddir hópar myndu ekki lenda í tekjuskerðingum vegna þessarar breytingar. Í kjölfarið samþykktu hinir flokkarnir loks að falla frá afnámi persónuafsláttar lífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Við í Flokki fólksins látum verkin tala og munum alltaf standa gegn óréttlæti. Okkur vantar ekki kjark í þeirri baráttu. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun