Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:48 Jóhanna segir að foreldrar barna í leikskólunum þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, hafi sumir þurft að segja upp vinnu og aðrir séu að klára sumarorlofið sitt. Vísir/Sigurjón Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. „Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.“ Svona hefst grein sem Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir birti á Vísi fyrr í dag undir yfirskriftinni Gleymdu leikskólabörnin. Tilefnið er að nú er fimmta vika ótímabundins verkfalls í fjórum leikskólum á landsvísu gengin í garð. Hún segist vita fyrir víst að þrír foreldrar hafi misst vinnuna, en þeir séu sennilega fleiri. „Já þetta eru nokkrir aðilar, ég er ekki með nákvæma tölu en þetta er nokkuð stór hópur af fólki,“ segir hún. Börnum mismunað gróflega Jóhanna segir að greinin sé skrifuð í þeirri veiku von að þeir sem beri ábyrgð sjái sóma sinn í því að breyta aðgerðunum tafarlaust. Börnin séu notuð sem peð í kjaradeilu sem sé í besta falli siðlaus. „Hér er börnunum okkar mismunað gróflega og fáir virðast ætla að kippa sér upp við það.“ Hún segir það augljóst að aðgerðirnar setji enga pressu á samningsaðila. Nú séu fjórar vikur liðnar af verkfalli og samningsaðilar séu rétt að byrja ræða saman. Jóhanna segir að nú sé verið að skoða hvað hægt sé að gera varðandi rétt barnanna, en hún vísar í að umboðsmaður barna hafi sagt að verkföllin mismuni börnum. „Það er verið að skoða hvað er hægt að gera, en í rauninni er það ennþá óljóst því miður,“ segir hún.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira