Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið en umræðuefnið eru fylgdarlaus börn.
Greint hefur verið frá því að frá áramótum hafi 41 fylgdarlaust barn komið til landsins en í flestum tilvikum er um að ræða drengi á unglingsaldri, sem í kjölfarið óska eftir fjölskyldusameiningu.
Úlfar segir flesta drengjanna koma hingað frá öðrum Evrópulöndum eða öðrum öruggum ríkjum og þeir fari þannig ekki í gegnum ytri landamærin á Keflavíkurflugvelli.
„Gera má ráð fyrir að ferðalag þeirra sé skipulagt af öðrum og þá í þeim tilgangi að aðrir fjölskyldumeðlimir komi í kjölfarið til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar,“ segir Úlfar. „Leiðin er tiltölulega greið til fjölskyldusameiningar samkvæmt íslenskri löggjöf. Fleiri en færri börn sem talin eru fylgdarlaus fá hér vernd.“