Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 14:22 Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun