Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 07:25 Þráinn var nokkuð hress eftir fyrsta legg ferðalagsins en þegar þetta er ritað sólarhring síðar eru hann og liðsfélagar hans enn á ferð og flugi. Vísir/VPE Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“ Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira