Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar 28. nóvember 2024 10:32 Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál. Skoðum nokkur mál: Skýrsla forsætisráðuneytisins um barnafátækt frá 2023 sýnir að stór hluti barna sem býr við fátækt býr hjá foreldri sem fær ekki stuðning stjórnvalda. Ekkert hefur verið gert til að rannsaka, koma þessum börnum á kortið eða koma þeim til hjálpar. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá birtingu skýrslunnar og ekkert hefur gerst. Þegar málefni fatlaðs fólks voru færð frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 þá lenti hópur barna á gráu svæði, sum nánast utan kerfis. Ekkert hefur verið gert til að koma þessum börnum aftur inn í kerfið. Þau fá minni stuðning og njóta lakari réttindi en önnur börn. Nú eru liðin 13 ár og ekkert hefur gerst. Engin skilgreining er til hjá stjórnvöldum á hugtökum eins og „foreldri“, „fjölskylda“ eða „barnafjölskylda.“ Í mörgum lögum eru réttindi barna lakari ef þau búa ekki í kjarnafjölskyldu. Það er oft mjög óljóst hver réttindi barna eru. Hagstofan og stjórnvöld nota hugtök eins og „einstæðir foreldrar“ og „barnafjölskyldur“ með ólíkum hætti. Það veldur því að fátækir foreldrar og börn sem búa í fátækt fá ekki nauðsynlegan stuðning. Þetta hefur legið fyrir í áratugi en samt hefur ekkert gerst. Árið 2021 samþykkti Alþingi að skipa þrjá starfshópa, einn á vegum félagsmálaráðuneytisins, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og þriðja á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að meta þörf á breytingum með hliðsjón af skiptri búsetu og öðrum atriðum. Þessir hópar áttu að skila niðurstöðum 1. október 2021. Enginn starfshópur var skipaður, engar tillögur gerðar og engin frumvörp voru lögð fram. Þetta varðar fátæka foreldra, börn í viðkvæmri stöðu og fötluð börn. Nú eru liðin 3 ár og ekkert hefur gerst. Ábyrgð og hlutverk foreldra eru illa skilgreind í lögum um stuðning við fötluð börn, í leikskólalögum, í grunnskólalögum og farsældarlögunum. Ég sendi barna- og menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um hlutverk og ábyrgð foreldra m.t.t. farsældar-, leik- og grunnskólalaga. Ráðuneytið gat ekki svarað fyrirspurninni og sendi hana til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið gat ekki svarað rúmum 12 mánuðum síðar. Enginn virðist vita hvernig ábyrgðin skiptist, t.d. á milli skóla og foreldra. Grunnskólalög eru frá 2008 og því má segja að ekkert hafi gerst í 16 ár! Engin heildstæð yfirsýn er til yfir stöðu barna á Íslandi og þær áskoranir sem þau glíma við. Það er því nokkuð ljóst að stjórnvöld eru að sofa á verðinum þegar kemur að því að koma jaðarsettum börnum til hjálpar. Þessi börn fá ekki að vera með í þorpinu. Það verður að teljast mjög ófagleg nálgun á viðkvæmu málefni. Farsældin nær ekki til allra barna Farsældin nær ekki til allra barna. Þetta hafa ráðuneyti, þingmenn, ráðherrar og fleiri viðurkennt. Barna- og fjölskyldustofa var að gefa út leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin vegna innleiðingar farsældarlaganna og þar var ekki gert ráð fyrir öllum börnum. Engar leiðbeiningar virðast hafa borist til þeirra frá ráðuneytum um að huga að öllum börnum. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Reykjanesbær veita til dæmis ekki öllum börnum og foreldrum stuðning. Þau vísa í lög og telja sig ekki þurfa þess. Eftirlitsaðilar og ráðuneyti taka undir með sveitarfélögunum. Fullyrðingar um að farsældarlögin nái til allra eru því ekki byggðar á raunveruleikanum, raunverulegri stöðu barna, heldur á óskhyggju. Kannski veit fólkið sjálft að það er að segja ósatt. Það er ekki traustur grunnur að góðum árangri. Foreldrar eru vanmetnir Stjórnvöld neita að viðurkenna hlutdeild foreldra í árangri síðustu ára. Þau þakka sér, fyrst og fremst. Það sjá það allir sem eru virkir á netinu og virkir í foreldrahópum að foreldrar eru að styðja hverja aðra, veita hverjum öðrum ráð og leiðbeina hvernig þeir geta fengið aðstoð. Ástæðan er sú að þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og sjálfshól stjórnmálamanna þá er stuðningur við foreldra langt frá því að vera viðunandi. Foreldrar draga vagninn, eins og alltaf. Ég hef oft beðið fólk, þingmenn og ráðherra um að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Það hefur hins vegar enginn gert, því það sem ég segi og skrifa er allt rétt. Það kostar ekkert nema vilja og áhuga að koma börnum í viðkvæmri stöðu til aðstoðar. Þessi vilji virðist ekki vera til staðar hjá þeim flokkum sem sitja nú í stjórn. Er ekki kominn tími til að leyfa öðrum að komast að og leysa þessi mál? Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál. Skoðum nokkur mál: Skýrsla forsætisráðuneytisins um barnafátækt frá 2023 sýnir að stór hluti barna sem býr við fátækt býr hjá foreldri sem fær ekki stuðning stjórnvalda. Ekkert hefur verið gert til að rannsaka, koma þessum börnum á kortið eða koma þeim til hjálpar. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá birtingu skýrslunnar og ekkert hefur gerst. Þegar málefni fatlaðs fólks voru færð frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 þá lenti hópur barna á gráu svæði, sum nánast utan kerfis. Ekkert hefur verið gert til að koma þessum börnum aftur inn í kerfið. Þau fá minni stuðning og njóta lakari réttindi en önnur börn. Nú eru liðin 13 ár og ekkert hefur gerst. Engin skilgreining er til hjá stjórnvöldum á hugtökum eins og „foreldri“, „fjölskylda“ eða „barnafjölskylda.“ Í mörgum lögum eru réttindi barna lakari ef þau búa ekki í kjarnafjölskyldu. Það er oft mjög óljóst hver réttindi barna eru. Hagstofan og stjórnvöld nota hugtök eins og „einstæðir foreldrar“ og „barnafjölskyldur“ með ólíkum hætti. Það veldur því að fátækir foreldrar og börn sem búa í fátækt fá ekki nauðsynlegan stuðning. Þetta hefur legið fyrir í áratugi en samt hefur ekkert gerst. Árið 2021 samþykkti Alþingi að skipa þrjá starfshópa, einn á vegum félagsmálaráðuneytisins, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og þriðja á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að meta þörf á breytingum með hliðsjón af skiptri búsetu og öðrum atriðum. Þessir hópar áttu að skila niðurstöðum 1. október 2021. Enginn starfshópur var skipaður, engar tillögur gerðar og engin frumvörp voru lögð fram. Þetta varðar fátæka foreldra, börn í viðkvæmri stöðu og fötluð börn. Nú eru liðin 3 ár og ekkert hefur gerst. Ábyrgð og hlutverk foreldra eru illa skilgreind í lögum um stuðning við fötluð börn, í leikskólalögum, í grunnskólalögum og farsældarlögunum. Ég sendi barna- og menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um hlutverk og ábyrgð foreldra m.t.t. farsældar-, leik- og grunnskólalaga. Ráðuneytið gat ekki svarað fyrirspurninni og sendi hana til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið gat ekki svarað rúmum 12 mánuðum síðar. Enginn virðist vita hvernig ábyrgðin skiptist, t.d. á milli skóla og foreldra. Grunnskólalög eru frá 2008 og því má segja að ekkert hafi gerst í 16 ár! Engin heildstæð yfirsýn er til yfir stöðu barna á Íslandi og þær áskoranir sem þau glíma við. Það er því nokkuð ljóst að stjórnvöld eru að sofa á verðinum þegar kemur að því að koma jaðarsettum börnum til hjálpar. Þessi börn fá ekki að vera með í þorpinu. Það verður að teljast mjög ófagleg nálgun á viðkvæmu málefni. Farsældin nær ekki til allra barna Farsældin nær ekki til allra barna. Þetta hafa ráðuneyti, þingmenn, ráðherrar og fleiri viðurkennt. Barna- og fjölskyldustofa var að gefa út leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin vegna innleiðingar farsældarlaganna og þar var ekki gert ráð fyrir öllum börnum. Engar leiðbeiningar virðast hafa borist til þeirra frá ráðuneytum um að huga að öllum börnum. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Reykjanesbær veita til dæmis ekki öllum börnum og foreldrum stuðning. Þau vísa í lög og telja sig ekki þurfa þess. Eftirlitsaðilar og ráðuneyti taka undir með sveitarfélögunum. Fullyrðingar um að farsældarlögin nái til allra eru því ekki byggðar á raunveruleikanum, raunverulegri stöðu barna, heldur á óskhyggju. Kannski veit fólkið sjálft að það er að segja ósatt. Það er ekki traustur grunnur að góðum árangri. Foreldrar eru vanmetnir Stjórnvöld neita að viðurkenna hlutdeild foreldra í árangri síðustu ára. Þau þakka sér, fyrst og fremst. Það sjá það allir sem eru virkir á netinu og virkir í foreldrahópum að foreldrar eru að styðja hverja aðra, veita hverjum öðrum ráð og leiðbeina hvernig þeir geta fengið aðstoð. Ástæðan er sú að þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og sjálfshól stjórnmálamanna þá er stuðningur við foreldra langt frá því að vera viðunandi. Foreldrar draga vagninn, eins og alltaf. Ég hef oft beðið fólk, þingmenn og ráðherra um að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Það hefur hins vegar enginn gert, því það sem ég segi og skrifa er allt rétt. Það kostar ekkert nema vilja og áhuga að koma börnum í viðkvæmri stöðu til aðstoðar. Þessi vilji virðist ekki vera til staðar hjá þeim flokkum sem sitja nú í stjórn. Er ekki kominn tími til að leyfa öðrum að komast að og leysa þessi mál? Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun