Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar 28. nóvember 2024 16:51 Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun