Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 21:02 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Landamæri Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar