Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson og Friðmey Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 13:40 Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Börn og uppeldi Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun