Kennaraverkfalli frestað Árni Sæberg, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 29. nóvember 2024 15:38 Fólk fékk sér kaffi að loknum fundi í Karphúsinu en engar vöfflur. Vísir/Lillý Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01