Innlent

Kennaraverkföllum frestað og á­hrif veðursins á kosningar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist.

Yfirkjörstjórnir um landið leggja allt kapp á að gera klárt fyrir alþingiskosningar á morgun en veður kann að setja strik í reikninginn. Við ræðum við Kristínu Edwald, formann landskjörstjórnar í beinni útsendingu og heyrum hljóðið í kjósendum.

Við lítum á nýja Maskínukönnun, þar sem kjósendur eru spurðir að því hversu vel eða illa þeim lítist á möguleg samstarfsmynstur fjögurra flokka í næstu ríkisstjórn.

Svartur föstudagur er í dag og margir nýttu tækifærið og fjölmenntu í verslanir landsins. Verslunarstóri segir daginn vera algjöra sturlun. Og við fáum að kynnast nýjasta æðinu í hlaupaheiminum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×