Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 17:53 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna rútuslyss annars vegar og veikinda hins vegar. Vísir/Vilhelm Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og var mikill viðbúnaður vegna rútuslyssins skömmu fyrir 16 í dag. Sjá einnig: Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns á Vesturlandi, tók fjöldi lögreglumanna af bæði Snæfellsnesi og Borgarnesi þátt í aðgerðunum auk björgunarsveita og sjúkraflutningamanna. Þá er rannsóknardeild lögreglunnar á staðnum núna. Ásmundur kvaðst ekki vita um ástand hinna slösuðu en sagði að slysið verði rannsakað eins og önnur umferðaslys og rannsókn sé þegar hafin. Þó sé ljóst að verður hafi verið leiðinlegt og vegurinn flugháll. Einn veikur við Seljalandsfoss Á sama tíma og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegana tvo á Snæfellsnes var önnur þyrla gæslunnar kölluð út á Suðurland. „Það voru tvö útköll á sama tíma. Annars vegar þetta rútuslys þar sem tveir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Á sama tíma var hin vaktin að sinna sjúkraflutningi vegna bráðra veikinda við Seljalandsfoss,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Flogið var með hinn veika á sjúkrahús og hann svo fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Ekki er hægt að segja til um ástand neins hinna þriggja. Þyrlurnar tvær lentu síðan á svipuðum tíma í Fossvog um hálf sex. Snæfellsbær Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og var mikill viðbúnaður vegna rútuslyssins skömmu fyrir 16 í dag. Sjá einnig: Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns á Vesturlandi, tók fjöldi lögreglumanna af bæði Snæfellsnesi og Borgarnesi þátt í aðgerðunum auk björgunarsveita og sjúkraflutningamanna. Þá er rannsóknardeild lögreglunnar á staðnum núna. Ásmundur kvaðst ekki vita um ástand hinna slösuðu en sagði að slysið verði rannsakað eins og önnur umferðaslys og rannsókn sé þegar hafin. Þó sé ljóst að verður hafi verið leiðinlegt og vegurinn flugháll. Einn veikur við Seljalandsfoss Á sama tíma og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþegana tvo á Snæfellsnes var önnur þyrla gæslunnar kölluð út á Suðurland. „Það voru tvö útköll á sama tíma. Annars vegar þetta rútuslys þar sem tveir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Á sama tíma var hin vaktin að sinna sjúkraflutningi vegna bráðra veikinda við Seljalandsfoss,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Flogið var með hinn veika á sjúkrahús og hann svo fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Ekki er hægt að segja til um ástand neins hinna þriggja. Þyrlurnar tvær lentu síðan á svipuðum tíma í Fossvog um hálf sex.
Snæfellsbær Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Rangárþing eystra Samgönguslys Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira