Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2024 23:39 Bjarni var sáttur eftir fyrstu tölur. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira