„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 22:16 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. „Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira