„Förum léttar inn í þennan leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 11:01 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. „Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Þetta er mjög stórt. Það hefur verið löng bið eftir þessu og við erum rosalega stoltar og glaðar með þennan sigur,“ segir Rut um sigurinn í fyrrakvöld. Eftir að hafa setið á bekknum í fyrsta leik átti Rut fína innkomu í íslenska liðið og raðaði inn stoðsendingum í fyrri hálfleik. „Mér leið rosalega vel. Stelpurnar voru að standa sig vel svo það var auðvelt að detta inn í þetta. Maður hefur spilað með mörgum af þessum stelpum og það var góður fílingur í þessu,“ segir Rut. Hún missti af HM í fyrra vegna barnsburðar og er nú mætt á stórmót í fyrsta sinn í rúman áratug. „Það er rosalega flott umgjörð og mikið auka sem maður er ekki vanur. Þetta hefur verið rosalega vel heppnað hjá öllum og gaman fyrir stelpurnar að vera í þessu. Þetta er vel flottur og samstilltur hópur og það er gaman að upplifa þetta saman,“ segir Rut sem á erfitt með að bera þetta saman við fyrri mót en þykir gaman að fylgjast með þeim sem yngri eru á þessu stóra sviði. „Það er svo langt síðan að ég man ekki alveg allt. Mér hefur alltaf liðið vel í landsliðinu en þetta er extra sætt því þetta er svo samrýmdur hópur, eins og ég segi, það hefur verið mikil uppbygging. Mér finnst líka gaman að fylgjast með þessum ungu flottu stelpum á þessu sviði, þær eru standa sig svo vel.“ Þýskaland er mótherji dagsins í hreinum úrslitaleik. Sigurliðið fer í milliriðil og tapliðið heim. „Mér finnst mjög gaman að við séum að fara inn í þennan leik með möguleika. Við gerum okkur vissulega grein fyrir því að þetta er mjög sterkur andstæðingur. En það er ekkert vitað fyrir fram. Við förum léttar inn í þennan leik og gerum okkar allra besta,“ segir Rut. Klippa: Rut klár í úrslitaleik Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira