Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 11:03 Macron gæti ákveðið að skipa starfstjórn fram að þeim tíma sem hann getur rofið þing og boðað aftur til kosninga en það má hann ekki fyrr en næsta sumar. Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira