Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. desember 2024 16:02 Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingiskosningar 2024 Atvinnurekendur Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex. I. Jafnvægi og ráðdeild í ríkisfjármálum Ný ríkisstjórn ætti að stefna að því að skila hallalausum fjárlögum án skattahækkana á fyrirtækin, en með rækilegri tiltekt á gjaldahlið ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisrekstrinum er gífurlega mikilvægt til að stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. Til þess að ná markmiðum um hagræðingu og sveigjanleika í rekstri ríkisins þarf að fækka ríkisstarfsmönnum og breyta lögum sem veita þeim sérréttindi umfram launþega á almennum vinnumarkaði, á borð við uppsagnarvernd. II. Eftirlit með opinberum innkaupum Tryggja þarf að opinberar stofnanir fari að lögum um opinber innkaup með því að bjóða út innkaup á vörum og þjónustu. Slíkt er bæði mikilvægt fyrir buddu skattgreiðenda og samkeppni á markaði. Í dag vantar stórlega upp á eftirlit með því að stofnanir fari að lögum. FA leggur til að Samkeppniseftirlitið verði eflt og fái það hlutverk að fylgja eftir lögunum um opinber innkaup. III. Afnám samkeppnishindrana Ný ríkisstjórn ætti að stuðla að eflingu samkeppni og afnema samkeppnishindranir. Fella ætti úr gildi undanþágur mjólkur- og kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum og tryggja að öll fyrirtæki starfi eftir sömu samkeppnislöggjöf. Fylgja þarf eftir áliti Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í sjávarútvegi og afnema tvöfalda verðlagningu sjávarafla. Stjórnvöld þurfa að fylgja fast eftir ábendingum samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka samkeppni á flutningamarkaði, sem er eitt stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna. IV. Lækkun tolla og lægra matvöruverð Lækkun tolla á búvörum stuðlar að því að efla samkeppni og lækka verð á nauðsynjum. Færa á stuðning við landbúnaðinn í auknum mæli frá ómarkvissri og samkeppnishamlandi tollvernd og í gegnsæjar beinar greiðslur til bænda. Stjórnvöld eiga að hætta að rugla í tollskránni í þágu sérhagsmuna; slíkt skapar uppnám í milliríkjaviðskiptum Íslands og vinnur gegn fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi innflutningsfyrirtækja. Úthluta á tollkvótum, sem Ísland hefur samið um í milliríkjasamningum, án endurgjalds og koma í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar geti boðið í tollkvóta og ýtt þannig upp verði á innflutningi. V. Bremsa á hækkun fasteignaskatta Ný ríkisstjórn ætti að taka til skoðunar tillögur FA, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, um umbætur á kerfi fasteignaskatta. Á meðal þeirra er að sett verði eins konar skattabremsa á fasteignaskatta þannig að þótt skattstofninn, fasteignamatið, taki miklum breytingum verði hækkun og lækkun skattanna innan ákveðinna marka. VI. Breytt vinnubrögð á vinnumarkaði Nauðsynlegt er að stuðla að breyttum vinnubrögðum á vinnumarkaði, efla embætti ríkissáttasemjara og auka heimildir þess til að grípa inn í kjaradeilur í takt við það sem gerist í öðrum norrænum ríkjum. Tryggja þarf að opinberi markaðurinn hafi ekki forystuna varðandi breytingar á launum og öðrum starfskjörum, heldur fylgi eftir þeim kjarabótum sem fyrirtækin í landinu ráða við að semja um. VII. Einföldun regluverks Ráðast þarf í átak til að einfalda regluverk atvinnulífsins. Tryggja þarf að stjórnvöld fari eftir lögum um opinberar eftirlitsreglur og að ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur verði skipuð á ný í samræmi við lögin. Fela ætti nefndinni það sérstaka verkefni að vinna gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna og gera tillögur um „afhúðun“, þ.e. að undið verði ofan af séríslenskum og íþyngjandi reglum, sem bætt hefur verið við Evrópureglur á undanförnum árum. VIII. Traust lífeyriskerfi Lífeyrissjóðirnir eru ein af undirstöðum velsældar á Íslandi, byggðir upp í góðu samstarfi atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar um árabil. Tryggja þarf að lífeyrissjóðirnir haldi sjálfstæði sínu og vinni fyrst og fremst að því markmiði að að hámarka lífeyri sjóðsfélaga og tryggja þeim ævilangan lífeyri. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun