Innlent

Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga.

Við sjáum myndir frá deginum og heyrum í leiðtogum mögulegrar „Valkyrjustjórnar“ í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing um málin sem sameina flokkanna þrjá – og þau sem gætu reynst erfið.

Myndlistakonan Hulda Vilhjálmsdóttir segir næstu mánuði munu einkennast af afkomukvíða eftir að hafa verið synjað um listamannalaun. Við hittum Huldu sem gagnrýnir úthlutunina. Þá kíkjum við í Fjölbrautarskóla Suðurlands og heyrum í nemendum sem sneru aftur í skólann í dag eftir verkfallsfrestun, hittum Fúsa sem hlaut í dag hvatningarverðlaun ÖBÍ og verðum í beinni frá jólasýningu Listdansskólans.

Í Sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleik kvennalandsliðsins gegn Þjóðverjum og í Íslandi í dag hittir Sindri Sindrason Soffíu í Skreytum hús - sem sýnir okkur hvernig má jólaskreyta á fallegan og jafnframt ódýran hátt.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 3. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×