Franska ríkisstjórnin fallin Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 20:20 Michel Barnier á þingi fyrr í kvöld. Þar ávarpaði hann þingmenn en vantrautstillaga gegn honum var samþykkt. AP/Michel Euler Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira