Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun