„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 13:49 Maðurinn sagðist sjá mjög eftir háttsemi sinni. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira