Hundarnir áttu ekki að vera saman Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2024 12:03 Hundarnir tveir urðu öðrum ketti að bana í sumar. vísir Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell. Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira