Það sem gerir markið svo sérstakt er að þetta var sannkallað flautumark í lok fyrri hálfleiks.
Kanor náði að skjóta á markið og skora rétt áður en hálfleikurinn kláraðist.
Dómarar skoðuðu skotið hennar í skjánum og þá kom í ljós að Kanor skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni. Ljósið kviknaði brotabroti úr sekúndu eftir að boltinn fór yfir marklínuna.
Það má sjá markið hér fyrir neðan sem og hversu litlu munaði að leiktíminn væri runninn út.
Kanor skoraði alls fjögur mörk í leiknum og Frakkland vann leikinn með fimm mörkum, 30-25.