Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2024 21:22 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja. Magnús Hlynur Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er. Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“ Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Fleiri fréttir Taka ákvörðun um hvort þinghald verði lokað Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Að sögn Stefáns Más Símonarsonar, framkvæmdastjóra Nesbúeggja, er nú genginn í garð stærsti neyslutími eggja hér á landi á neytendamarkaði. Viðvarandi eggjaskortur hefur verið á landinu allt árið. Stefán ræddi málið við Reykjavík síðdegis í dag. Tollar á innfluttum eggjum Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort þörf hafi verið á þessum innflutningi á eggjum. „Auðvitað get ég ekki stjórnað því, það vorum ekki við sem fluttum þau inn. Það er fullkomlega leyfilegt en það eru vissulega tollar á þeim.“ Ekki er útlit fyrir að bót verði á eggjaskortinum hér á landi í bili en verslanir hafa óskað eftir undanþágu frá tollkvóta svo hægt sé að flytja inn nóg af eggjum fyrir jólabaksturinn. Fréttastofa fjallaði um málið í nóvember. Eldsvoði hafi áhrif í fimm mánuði Hann segir greinina alla vonast til þess að geta annað eftirspurn hér á landi fljótlega. „Í gamla daga voru nóvember og desember alltaf langstærstu mánuðir ársins. Svo með auknum fjölda ferðamanna hefur það nú breyst svo að heildarmarkaðurinn er stærri frá og með júlí og fram eftir hausti. Það eru þá hótel og veitingahús.“ Í nóvember kviknaði í varphúsi eggjabús Nesbús. Tjónið var gífurlegt en uppbygging á sambærilegu húsi kostar um 150 milljónir en ekki er búið að leggja mat á heildartjónið. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoðanum. Um er að ræða mikið áfall fyrir rekstur Nesbús. „Því miður þá lentum við í því óhappi og misstum eitt af varphúsunum okkar úr framleiðslu og misstum fuglinn sem í því var.“ Hefur það áhrif á framboðið núna á eggjum? „Ekki í augnablikinu nei, þetta voru unghænur sem voru ekki komnar í varp en hefðu núna seinni hluta desembers hefði farið að týnast eitthvað úr þeim í framhaldi af því hefði þetta farið að skipta máli. Við ætlum að reyna að hafa hraðar hendur og vera komin með nýtt hús í staðinn núna í vor. Þetta eru þá fimm mánuðir sem þetta hefur áhrif á okkur.“
Slökkvilið Dýraheilbrigði Vogar Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Fleiri fréttir Taka ákvörðun um hvort þinghald verði lokað Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira