Stormur gengur yfir hluta Englands. Krapaflóðahætta er hér á landi og ekkert ferðaveður í nokkrum landshlutum á morgun.
Tillaga um ákæru til embættismissis á hendur forseta Suður-Kóreu var felld í þinginu í dag í skugga fjölmennra mótmæla. Forsetinn hefur beðist afsökunar á umdeildri ákvörðun.
Þá sjáum við frá opnun Notre Dame sem hefur verið lokuð í fimm ár vegna viðgerða, fylgjumst með árlegri jólalest keyra um höfuðborgina og verðum í beinni útsendingu frá jólatrjáasölu sem fer hratt af stað.
Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.