Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 08:32 Matej Mandic er markvörður króatíska landsliðsins og RK Zagreb. Getty/Tom Weller Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira