Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 13:46 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Einar Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57