Svissnesku stelpurnar réðu ekkert við þær norsku sem unnu að lokum með sextán marka mun, 40-24. Noregur var 24-13 yfir í hálfleik.
Noregur vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og svo alla fjóra leikina í milliriðlinum.
Liðið mætir í Ungverjalandi í undanúrslitaleiknum á föstudaginn.
Norska liðið missti marga reynslubolta út úr liðinu eftir að liðið vann Ólympíugull í París í sumar en Þórir Hergeirsson hefur enn á ný sett saman frábært lið.
Það voru allar að spila og margar að skora fyrir norska liðið í kvöld.
Sanna Solberg-Isaksen og Emilie Hovden voru markahæstar með fimm mörk en þær Kari Brattset Dale, Kristine Breistöl, Ingvild Bakkerud og Emilie Hovden og Anniken Obaidli skoruðu allar fjögur mörk.