Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar 12. desember 2024 08:00 Það berast ennþá reglulega fréttir að því að Útlendingastofnun er orðin mjög hugmyndarík með það að vísa fólki frá Íslandi. Jafnvel þvert á lög og reglugerðir. Íslenskir stjórnmálamenn, sem margir hverjir eru fullir af sjálfum sér og hatri hafa breytt lögum sem gera fólki á flótta erfiðara fyrir komast til Íslands og fá stöðu hælisleitanda og flóttamanns. Þessi fólk verða þessar lagabreytingar og ákvarðanir til ævarandi skammar og niðurlægingar. Á meðan staðan í Sýrlandi hefur batnað núna. Þá er engan vegin víst að fólk sé tilbúið til þess að fara þangað aftur á næstu mánuðum og jafnvel árum. Það á ennþá eftir að koma í ljós hvernig staða mála þróast þar og það mun taka mörg ár að laga allar þær ónýtu og skemmdu byggingar eftir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Að senda fólk til Venúsela er ekkert nema mannvonska og staðan þar mun ekki breytast fyrr en einræðinu þar verður velt úr sessi og enginn veit hvenær það gerist. Lygaherferð miðflokksins og sjálfstæðisflokksins gegn fólki frá Venúsela árið 2023 og 2024 olli því að þetta fólk var svipt sérstakri vernd á Íslandi. Þessu þarf að breyta aftur þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum og verður vonandi gert. Núna á að senda til baka til Venúsela Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr sem eru með alla fjölskylduna sína á Íslandi í dag. Það er ekki boðlegt að það sé verið að gera það og það á að stöðva þennan brottflutning án tafar. Þetta mál er til skammar eins og öll Útlendingastofnun í heild sinni. Hérna er verið að senda tvær konur til Venúsela, ríkis sem er stórhættulegt í dag og morð á konum eru gífurlega algeng, ásamt stjórnlausu ofbeldi stjórnvalda gegn öllum sem þeim er illa við (Venezuelan opposition says detained activist has been murdered – The Guardian). Útlendingahatur er eitthvað sem lélegir og ónýtir stjórnmálamenn stunda. Fólk sem hefur ekki málefni og hefur ekki lausnir og kennir fólk sem hefur ekkert með stöðu mála að gera um vandamálin á Íslandi og þetta er ekki bundið við Ísland. Vandamál Útlendingastofnar er hversu fólk sem þar starfar er tilbúið til þess að túlka lögin fólk sem leitar þangað þeim í óhag. Lög á alltaf að túlka fólki þeim í hag. Útlendingastofnun gerir það ekki og það er með vilja gert. Þessi stefna er mannvonska og hefur verið það frá upphafi og það á að leggja þessa stefnu af án tafar. Stefna útlendingahaturs er ekki neitt annað en lélegir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem eru að afla sér fylgis. Þetta sást mjög vel í síðustu kosningum. Þar sem ákveðnir stjórnmálaflokkar voru að blása í hatur gegn flóttafólki og útlendingum til þess að afla sér atkvæða. Kenna þessu fólki um vandamál sem eru og hafa alltaf verið íslendingum sjálfum að kenna. Íslendingar verða að breyta þessum málum án tafar, hætta við allar frávísanir frá Íslandi án tafar og endurmeta stöðuna út frá nýjustu upplýsingum. Þar sem það sem Útlendingastofnun starfar eftir er ekki byggt á neinum raunveruleika og er að senda fólk til baka til ríkja sem eru stórhættuleg í dag. Greinin er skrifuð vegna þessarar hérna fréttar: Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi (Vísir.is). Höfundur er rithöfundur, búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Flóttafólk á Íslandi Sýrland Innflytjendamál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það berast ennþá reglulega fréttir að því að Útlendingastofnun er orðin mjög hugmyndarík með það að vísa fólki frá Íslandi. Jafnvel þvert á lög og reglugerðir. Íslenskir stjórnmálamenn, sem margir hverjir eru fullir af sjálfum sér og hatri hafa breytt lögum sem gera fólki á flótta erfiðara fyrir komast til Íslands og fá stöðu hælisleitanda og flóttamanns. Þessi fólk verða þessar lagabreytingar og ákvarðanir til ævarandi skammar og niðurlægingar. Á meðan staðan í Sýrlandi hefur batnað núna. Þá er engan vegin víst að fólk sé tilbúið til þess að fara þangað aftur á næstu mánuðum og jafnvel árum. Það á ennþá eftir að koma í ljós hvernig staða mála þróast þar og það mun taka mörg ár að laga allar þær ónýtu og skemmdu byggingar eftir borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Að senda fólk til Venúsela er ekkert nema mannvonska og staðan þar mun ekki breytast fyrr en einræðinu þar verður velt úr sessi og enginn veit hvenær það gerist. Lygaherferð miðflokksins og sjálfstæðisflokksins gegn fólki frá Venúsela árið 2023 og 2024 olli því að þetta fólk var svipt sérstakri vernd á Íslandi. Þessu þarf að breyta aftur þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum og verður vonandi gert. Núna á að senda til baka til Venúsela Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr sem eru með alla fjölskylduna sína á Íslandi í dag. Það er ekki boðlegt að það sé verið að gera það og það á að stöðva þennan brottflutning án tafar. Þetta mál er til skammar eins og öll Útlendingastofnun í heild sinni. Hérna er verið að senda tvær konur til Venúsela, ríkis sem er stórhættulegt í dag og morð á konum eru gífurlega algeng, ásamt stjórnlausu ofbeldi stjórnvalda gegn öllum sem þeim er illa við (Venezuelan opposition says detained activist has been murdered – The Guardian). Útlendingahatur er eitthvað sem lélegir og ónýtir stjórnmálamenn stunda. Fólk sem hefur ekki málefni og hefur ekki lausnir og kennir fólk sem hefur ekkert með stöðu mála að gera um vandamálin á Íslandi og þetta er ekki bundið við Ísland. Vandamál Útlendingastofnar er hversu fólk sem þar starfar er tilbúið til þess að túlka lögin fólk sem leitar þangað þeim í óhag. Lög á alltaf að túlka fólki þeim í hag. Útlendingastofnun gerir það ekki og það er með vilja gert. Þessi stefna er mannvonska og hefur verið það frá upphafi og það á að leggja þessa stefnu af án tafar. Stefna útlendingahaturs er ekki neitt annað en lélegir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem eru að afla sér fylgis. Þetta sást mjög vel í síðustu kosningum. Þar sem ákveðnir stjórnmálaflokkar voru að blása í hatur gegn flóttafólki og útlendingum til þess að afla sér atkvæða. Kenna þessu fólki um vandamál sem eru og hafa alltaf verið íslendingum sjálfum að kenna. Íslendingar verða að breyta þessum málum án tafar, hætta við allar frávísanir frá Íslandi án tafar og endurmeta stöðuna út frá nýjustu upplýsingum. Þar sem það sem Útlendingastofnun starfar eftir er ekki byggt á neinum raunveruleika og er að senda fólk til baka til ríkja sem eru stórhættuleg í dag. Greinin er skrifuð vegna þessarar hérna fréttar: Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi (Vísir.is). Höfundur er rithöfundur, búsettur í Danmörku.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar