Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Sjá meira