Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 21:03 Þórir Þorbjarnarson var frábær í sigri KR-liðins á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton KR-ingar sóttu sigur í Ólafssal í kvöld og unnu níu stiga sigur, 97-88. Haukar höfði unnið Val í síðasta leik en áttu fá svör framan af á móti Vesturbæingum í kvöld. Haukarnir komu með smá spennu í seinni hálfleik með góðri endurkomu en KR-ingar héldu út. Þórir Þorbjarnarson var með 24 stig og 13 stoðsendingar í leiknum. Haukar tóku á móti KR í Bónus-deild karla nú í kvöld. Leikið var í Ólafssal. Svo fór að lokum að KR-ingar unnu níu stiga sigur, 88-97 en liðið leiddi með 23 stigum í hálfleik. KR styrkja stöðu sína í miðri töflunni með sigrinum á meðan Haukar eru enn á botninum og hafa aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum. Það mátti sjá ansi fljótt í hvað stefndi hér í kvöld en gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu þetta betur og gáfu tóninn með því að skora fyrstu átta stig leiksins. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við spræka KR-inga og tókst það ágætlega framan af fyrri hálfleik en undir miðbik annars leikhluta tók KR öll völd á vellinu. Vörn gestanna tókst trekk í trekk að stöðva máttlausa sókn Hauka og fylgja því svo eftir með því að sækja hratt í bakið á þeim og skora auðveldar körfur. Þá var skotnýting KR með eindæmum góð í fyrri hálfleik (53 prósent) á meðan Haukar voru ekki að hitta vel og höfðu til að mynda aðeins hitt tvö af þeim sextán þriggja stiga skotum sem liðið reyndi. Staðan í hálfleik 36-59 fyrir KR. Það var hins vegar allt annað Hauka lið sem mætti til leiks í upphafi seinni hálfleiks. Liðið byrjaði með látum og tókst á ótrúlega skömmum tíma að minnka forskot KR niður í fimm stig um miðjan þriðja leikhluta. Haukar byrjuðu að hitta og nýttu sín tækifæri vel á meðan varnarleikur KR virtist vera að hruni kominn á þessum kafla í leiknum. KR náði þó vopnum sínum ágætlega aftur undir lok þriðja leikhluta en munur þó aðeins 13 stig þegar loka leikhlutinn hófst og því fínn möguleiki fyrir heimamenn að stela þessu. KR gerði vel í fjórða leikhluti og hleypti þessu aldrei í neina vitleysu. Þórir Þorbjarnarson sem var frábær í kvöld fyrir KR steig vel upp og sett tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi leikhlutans og tókst að brúa bilið aftur. Gestirnir sigldu þessu svo fagmannlega undir lokin og tókst að knýja fram 9 stiga sigur. Lokatölur hér í Ólafssal 88-97 fyrir KR eins og áður segir. Atvik leiksins KR-ingar voru stórkostlegir í fyrri hálfleik og atvik leiksins kom á loka sekúndum hálfleiksins. Haukar voru í sókn þegar skammt eftir en töpuðu boltanum klaufalega. Þórir fékk boltann og fann Linards Jaunzems á miðjunni og með einhver sekúndubrot eftir af klukkunni fór hann í skot frá miðjum vellinum sem fór af spjaldinu og niður. Flautukarfa eins og þær gerast bestar og kórónar frábæran fyrri hálfleik KR Stjörnur og skúrkar Þórir Þorbjarnarson eða Tóti Túrbó eins og hann er stundum kallaður var frábær í dag fyrir KR. Hann skoraði 24 stig, gaf 13 stoðsendingar og reif niður átta fráköst. Hjá Haukum var Tyson Jolly atkvæðamestur með 22 stig en á eftir honum komu þeir Steven Verplancken með 21 stig og hinn belgíski Seppe D'Espallier með 20 stig. Dómarinn Það eru alveg nokkur atvik sem ég og fleiri í stúkunni skildum ekki og því miður þá þótti mér þeir stundum ekki alveg nógu sannfærandi en svona heilt yfir þá komust þeir bara vel frá leiknum allir þrír. Stemning og umgjörð Það mátti alveg sjá á stúkunni að Haukar eru í brasi í deildinni en mætingin var ekkert spes. Persónulega hefði ég viljað sjá betri mætingu enda Emil við stjórn eins og stendur og hann er auðvitað elskaður á Ásvöllum þó svo að hann hafi tekið eitt tímabil í Vesturbænum fyrir mörgum árum. Emil Barja á hliðarlínunni.Vísir/Diego Emil: Ég verð bara áfram með kvennaliðið, það er mitt lið Emil Barja, starfandi þjálfari karlaliðs Hauka segist vera svekktur með tap liðsins í kvöld sem hann skrifar fyrst og síðast á lélega byrjun liðsins í kvöld. „Ég er svekktur og sérstaklega eftir þessa ótrúlega lélegu byrjun. Hún var aðalvandamálið hér í dag. Við komum til leiks linir og allt of rólegir í byrjun og þeir nýttu sér það. Skotnýtingin þeirra var auðvitað frábær á meðan okkar er ekki alveg nógu góðu. Ég er samt virkilega ánægður með að við gáfumst ekki upp og héldum áfram í seinni hálfleik. Það er eitthvað sem ég er ánægður með en það hefði verið betra að byrja vel.“ Haukar mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik en liðið var á örskömmum tíma búið minnka forskot KR í þriðja leikhluta. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Emil að það hafi bara verið einföld hvatningarorð. „Það var bara þetta klassíska að gefast ekki upp. Þetta er langur leikur og ef að þeir gátu náð þessu í 25 stiga mun þá getum við það alveg líka í seinni hálfleik. Með aðeins betri skotnýtingu þá hefði þetta verið okkar leikur held ég.“ Emil þjálfar nú bæði karla og kvennalið Hauka en hann tók við karlaliðinu í upphafi mánaðarins eftir að Máté Dalmay hætti með liðið. Undir stjórn Emils hefur liðið unnið tvo leiki gegn Íslandsmeisturum Vals og svo gegn Breiðablik í bikarnum. Hvernig gengur að koma sér inn í þetta verkefni? „Þetta hefur verið erfitt, ég verð að viðurkenna það. Það eru ekkert margar æfingar sem ég haft og með bikarleikinn um síðustu helgi þá hefur maður enn færri æfingar til að gera eitthvað nýtt. Ég hef aðallega reynt að vera jákvæður og ýta þeim áfram. Þeir eru ágætir í körfu þessir strákar og hefðum við byrjað betur í dag þá hefði þetta litið ágætlega út. Hvað tekur svo við hjá þér og karlaliðinu? „Ég verð bara áfram með kvennaliðið, það er mitt lið. Ég er bara áfram aðeins að aðstoða hér og vonandi verður bara kominn nýr þjálfari fljótlega sem tekur við karlaliðinu.“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob: Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla Haukar KR
KR-ingar sóttu sigur í Ólafssal í kvöld og unnu níu stiga sigur, 97-88. Haukar höfði unnið Val í síðasta leik en áttu fá svör framan af á móti Vesturbæingum í kvöld. Haukarnir komu með smá spennu í seinni hálfleik með góðri endurkomu en KR-ingar héldu út. Þórir Þorbjarnarson var með 24 stig og 13 stoðsendingar í leiknum. Haukar tóku á móti KR í Bónus-deild karla nú í kvöld. Leikið var í Ólafssal. Svo fór að lokum að KR-ingar unnu níu stiga sigur, 88-97 en liðið leiddi með 23 stigum í hálfleik. KR styrkja stöðu sína í miðri töflunni með sigrinum á meðan Haukar eru enn á botninum og hafa aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum. Það mátti sjá ansi fljótt í hvað stefndi hér í kvöld en gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu þetta betur og gáfu tóninn með því að skora fyrstu átta stig leiksins. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við spræka KR-inga og tókst það ágætlega framan af fyrri hálfleik en undir miðbik annars leikhluta tók KR öll völd á vellinu. Vörn gestanna tókst trekk í trekk að stöðva máttlausa sókn Hauka og fylgja því svo eftir með því að sækja hratt í bakið á þeim og skora auðveldar körfur. Þá var skotnýting KR með eindæmum góð í fyrri hálfleik (53 prósent) á meðan Haukar voru ekki að hitta vel og höfðu til að mynda aðeins hitt tvö af þeim sextán þriggja stiga skotum sem liðið reyndi. Staðan í hálfleik 36-59 fyrir KR. Það var hins vegar allt annað Hauka lið sem mætti til leiks í upphafi seinni hálfleiks. Liðið byrjaði með látum og tókst á ótrúlega skömmum tíma að minnka forskot KR niður í fimm stig um miðjan þriðja leikhluta. Haukar byrjuðu að hitta og nýttu sín tækifæri vel á meðan varnarleikur KR virtist vera að hruni kominn á þessum kafla í leiknum. KR náði þó vopnum sínum ágætlega aftur undir lok þriðja leikhluta en munur þó aðeins 13 stig þegar loka leikhlutinn hófst og því fínn möguleiki fyrir heimamenn að stela þessu. KR gerði vel í fjórða leikhluti og hleypti þessu aldrei í neina vitleysu. Þórir Þorbjarnarson sem var frábær í kvöld fyrir KR steig vel upp og sett tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi leikhlutans og tókst að brúa bilið aftur. Gestirnir sigldu þessu svo fagmannlega undir lokin og tókst að knýja fram 9 stiga sigur. Lokatölur hér í Ólafssal 88-97 fyrir KR eins og áður segir. Atvik leiksins KR-ingar voru stórkostlegir í fyrri hálfleik og atvik leiksins kom á loka sekúndum hálfleiksins. Haukar voru í sókn þegar skammt eftir en töpuðu boltanum klaufalega. Þórir fékk boltann og fann Linards Jaunzems á miðjunni og með einhver sekúndubrot eftir af klukkunni fór hann í skot frá miðjum vellinum sem fór af spjaldinu og niður. Flautukarfa eins og þær gerast bestar og kórónar frábæran fyrri hálfleik KR Stjörnur og skúrkar Þórir Þorbjarnarson eða Tóti Túrbó eins og hann er stundum kallaður var frábær í dag fyrir KR. Hann skoraði 24 stig, gaf 13 stoðsendingar og reif niður átta fráköst. Hjá Haukum var Tyson Jolly atkvæðamestur með 22 stig en á eftir honum komu þeir Steven Verplancken með 21 stig og hinn belgíski Seppe D'Espallier með 20 stig. Dómarinn Það eru alveg nokkur atvik sem ég og fleiri í stúkunni skildum ekki og því miður þá þótti mér þeir stundum ekki alveg nógu sannfærandi en svona heilt yfir þá komust þeir bara vel frá leiknum allir þrír. Stemning og umgjörð Það mátti alveg sjá á stúkunni að Haukar eru í brasi í deildinni en mætingin var ekkert spes. Persónulega hefði ég viljað sjá betri mætingu enda Emil við stjórn eins og stendur og hann er auðvitað elskaður á Ásvöllum þó svo að hann hafi tekið eitt tímabil í Vesturbænum fyrir mörgum árum. Emil Barja á hliðarlínunni.Vísir/Diego Emil: Ég verð bara áfram með kvennaliðið, það er mitt lið Emil Barja, starfandi þjálfari karlaliðs Hauka segist vera svekktur með tap liðsins í kvöld sem hann skrifar fyrst og síðast á lélega byrjun liðsins í kvöld. „Ég er svekktur og sérstaklega eftir þessa ótrúlega lélegu byrjun. Hún var aðalvandamálið hér í dag. Við komum til leiks linir og allt of rólegir í byrjun og þeir nýttu sér það. Skotnýtingin þeirra var auðvitað frábær á meðan okkar er ekki alveg nógu góðu. Ég er samt virkilega ánægður með að við gáfumst ekki upp og héldum áfram í seinni hálfleik. Það er eitthvað sem ég er ánægður með en það hefði verið betra að byrja vel.“ Haukar mættu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik en liðið var á örskömmum tíma búið minnka forskot KR í þriðja leikhluta. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Emil að það hafi bara verið einföld hvatningarorð. „Það var bara þetta klassíska að gefast ekki upp. Þetta er langur leikur og ef að þeir gátu náð þessu í 25 stiga mun þá getum við það alveg líka í seinni hálfleik. Með aðeins betri skotnýtingu þá hefði þetta verið okkar leikur held ég.“ Emil þjálfar nú bæði karla og kvennalið Hauka en hann tók við karlaliðinu í upphafi mánaðarins eftir að Máté Dalmay hætti með liðið. Undir stjórn Emils hefur liðið unnið tvo leiki gegn Íslandsmeisturum Vals og svo gegn Breiðablik í bikarnum. Hvernig gengur að koma sér inn í þetta verkefni? „Þetta hefur verið erfitt, ég verð að viðurkenna það. Það eru ekkert margar æfingar sem ég haft og með bikarleikinn um síðustu helgi þá hefur maður enn færri æfingar til að gera eitthvað nýtt. Ég hef aðallega reynt að vera jákvæður og ýta þeim áfram. Þeir eru ágætir í körfu þessir strákar og hefðum við byrjað betur í dag þá hefði þetta litið ágætlega út. Hvað tekur svo við hjá þér og karlaliðinu? „Ég verð bara áfram með kvennaliðið, það er mitt lið. Ég er bara áfram aðeins að aðstoða hér og vonandi verður bara kominn nýr þjálfari fljótlega sem tekur við karlaliðinu.“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob: Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum